Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 80

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 80
176 OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR... EIMREIDIN fyrir sig ekki annað en kaþólskur uppspuni. Það er ekki til fyrirgefning í tilverunni, — hvergi. — Heimildirnar, herra minn? — svo að ég noti yðar aðferð. — Nei, það var nú síður. Þér gætuð eins beðið mig að færa heimildir fyrir því, að það sé ekkert gat í botninum á sjónum. Mér dettur ekki í lifandi hug að sanna, að það sé ekkert gat í botninum á sjónum. Ef þér trúið því statt og stöðugt, að það sé gat í botninum á sjónum, þá þykir mér fyrir því að verða að játa, að ég get ekki hjálpað yður. Hitt fyrirbýð ég yður í nafni mannlegrar skynsemi að ryðjast inn til veikrar kunningjakonu minnar og saurga heimilisvé hennar með því að reyna að telja henni trú um, að það sé gat í botninum á sjónum. Mannleg skynsemi þolir alt nema prakk- araskap. Þér megið bora innan úr eyrunum á mér með brauð- saxinu hennar móður yðar, ef þér endilega viljið, en kerlinga- bækur eru einu númeri of mikið ... Strákur, það er það, sem þér eruð ... glæringi . .. spjátrungur . . . alvörulaus skrípaleikari ... farandsali ... 8. Meðan þessi fáránlega rökræða stóð sem hæst, kom Bim- Bim. Hann gekk yfir að rúminu og hvarf til þessarar hold- lausu og blóðlausu hrygðarmyndar, sem eitt sinn hafði verið móðir hans. Hann kom með eina dós af baunum og pela- flösku af mjólk. Hann brá olíu-ögn á pönnu, skar kartöflur í spæni og var byrjaður að steikja um það leyti sem faðir ]ó- hannes Skírari fullyrti, að guð væri oss nálægur á hverri stund. Hann hitaði mjólkurbland handa móður sinni, og deilan um gatið í botninum á sjónum endaði á því, að guðleysing- inn og guðsmaðurinn hjálpuðust þegjandi að því að koma þessu sulli niður í viljalausan sjúklinginn, sem hafði fallið í mók undir hrókaræðunum. Síðan komu óttalegar stunur. Menn- irnir voru báðir þagnaðir. Drengurinn hélt áfram að steikja. Og þegar hann var búinn að steikja, tók hann fram þrjá brostna leirdiska. Hann hlutaði í þrjá staði kartöflunum af pönnunni og skifti í þrent upp úr baunadósinni. Síðan rétti hann föður ]óhannesi Skírara og guðleysingjanum Entoskin sinn diskinn hvorum. Öreigar eru manna gestrisnastir. Hinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.