Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 80
176
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR...
EIMREIDIN
fyrir sig ekki annað en kaþólskur uppspuni. Það er ekki til
fyrirgefning í tilverunni, — hvergi.
— Heimildirnar, herra minn? — svo að ég noti yðar aðferð.
— Nei, það var nú síður. Þér gætuð eins beðið mig að
færa heimildir fyrir því, að það sé ekkert gat í botninum á
sjónum. Mér dettur ekki í lifandi hug að sanna, að það sé
ekkert gat í botninum á sjónum. Ef þér trúið því statt og
stöðugt, að það sé gat í botninum á sjónum, þá þykir mér
fyrir því að verða að játa, að ég get ekki hjálpað yður. Hitt
fyrirbýð ég yður í nafni mannlegrar skynsemi að ryðjast inn
til veikrar kunningjakonu minnar og saurga heimilisvé hennar
með því að reyna að telja henni trú um, að það sé gat í
botninum á sjónum. Mannleg skynsemi þolir alt nema prakk-
araskap. Þér megið bora innan úr eyrunum á mér með brauð-
saxinu hennar móður yðar, ef þér endilega viljið, en kerlinga-
bækur eru einu númeri of mikið ... Strákur, það er það,
sem þér eruð ... glæringi . .. spjátrungur . . . alvörulaus
skrípaleikari ... farandsali ...
8.
Meðan þessi fáránlega rökræða stóð sem hæst, kom Bim-
Bim. Hann gekk yfir að rúminu og hvarf til þessarar hold-
lausu og blóðlausu hrygðarmyndar, sem eitt sinn hafði verið
móðir hans. Hann kom með eina dós af baunum og pela-
flösku af mjólk. Hann brá olíu-ögn á pönnu, skar kartöflur í
spæni og var byrjaður að steikja um það leyti sem faðir ]ó-
hannes Skírari fullyrti, að guð væri oss nálægur á hverri
stund. Hann hitaði mjólkurbland handa móður sinni, og deilan
um gatið í botninum á sjónum endaði á því, að guðleysing-
inn og guðsmaðurinn hjálpuðust þegjandi að því að koma
þessu sulli niður í viljalausan sjúklinginn, sem hafði fallið í
mók undir hrókaræðunum. Síðan komu óttalegar stunur. Menn-
irnir voru báðir þagnaðir. Drengurinn hélt áfram að steikja.
Og þegar hann var búinn að steikja, tók hann fram þrjá
brostna leirdiska. Hann hlutaði í þrjá staði kartöflunum af
pönnunni og skifti í þrent upp úr baunadósinni. Síðan rétti
hann föður ]óhannesi Skírara og guðleysingjanum Entoskin
sinn diskinn hvorum. Öreigar eru manna gestrisnastir. Hinn