Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Page 81

Eimreiðin - 01.04.1930, Page 81
eimreiðin OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR... 177 aldni þjónn páfans og fyrirsvarsmaður mannlegrar skynsemi sátu hvor gagnvart öðrum með ofurlítinn skamt af kartöflum og baunum, eins og tvær pútur. Presturinn sagði mörg orð full af manngæzku og trúarþreki, áður en hann kom sér að því að afsaka, að hann hefði enga matarlyst. Hann sagðist vera búinn að borða. Hann gerði sér meira að segja ferð þvert yfir gólfið, yfir að gasstónni, til að skila diskinum sínum aftur og klappa drengnum á vangann. Hann sagði, að guð liti með velþóknun niður til allra góðra drengja og sagði honum að muna nú eftir að koma í sunnudagaskólann næsta sunnu- dag. En þegar Entoskin heyrði þessa fjarstæðu, þá hvarf hon- um öll löngun til að afsaka skamtinn og hrauð diskinn sinn af tómri andófsþörf og smjattaði af öllum kröftum lil þess að sýna prestinum í reynd, að guðlaus maður hefði það meiri háttvísi til að bera en guðsmaður að þiggja það, sem boðið væri af hreinu hjarta í fátæku húsi. Meðan Entoskin enn var í miðju átinu, sneri faðir ]ó- hannes Skírari sér að sjúkrabeðinum og bjó sig undir að kveðja. Þrátt fyrir nýafstaðnar trúarofsóknir lét hann enn orð falla um, að náðarfaðmur guðs stæði oss opinn og að kirkjan byði fram náðarmeðöl sín, hvenær sem sjúklingurinn kynni að óska. En konan átti sér enga ósk, nema þá að mega hafa aftur augun í friði, en það er hin fullkomnasta ósk. Jóhannes Skírari hélt áfram að tala orðum trúar og huggunar, meðan Entoskin virti hann fyrir sér með óendanlegri fyrirlitningu. Orð guðsmannsins voru eins og gamalt járn, ryðguð, en ör- ugg, — hógvær, en langsótt, eins og kvöldstjarna, sem kemur upp yfir kirkjugarðshorni, þegar náttar, — og óhrekjanleg vegna þess, að grundvöllur þeirra fólst í helgustu og hjálpar- vönustu draumum aldanna, sem þjást og deyja í Kristi sínum. 9. En meðan presturinn var að tala, tók drengurinn fiðluna ofan af veggnum og stilti hana. Hann hafði enn ekki mælt orð frá munni síðan hann kom inn og hagaði sér í öllu eins og enginn væri viðstaddur, nema hvað hann hafði staðið gest- unuin fyrir beina. Nokkrir tónar, sem leituðu samræmis, bárust út í loftið frá hálfstiltri fiðlunni, eins og leitandi sttik hjá 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.