Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 81
eimreiðin
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR...
177
aldni þjónn páfans og fyrirsvarsmaður mannlegrar skynsemi
sátu hvor gagnvart öðrum með ofurlítinn skamt af kartöflum
og baunum, eins og tvær pútur. Presturinn sagði mörg orð
full af manngæzku og trúarþreki, áður en hann kom sér að
því að afsaka, að hann hefði enga matarlyst. Hann sagðist
vera búinn að borða. Hann gerði sér meira að segja ferð
þvert yfir gólfið, yfir að gasstónni, til að skila diskinum sínum
aftur og klappa drengnum á vangann. Hann sagði, að guð liti
með velþóknun niður til allra góðra drengja og sagði honum
að muna nú eftir að koma í sunnudagaskólann næsta sunnu-
dag. En þegar Entoskin heyrði þessa fjarstæðu, þá hvarf hon-
um öll löngun til að afsaka skamtinn og hrauð diskinn sinn
af tómri andófsþörf og smjattaði af öllum kröftum lil þess að
sýna prestinum í reynd, að guðlaus maður hefði það meiri
háttvísi til að bera en guðsmaður að þiggja það, sem boðið
væri af hreinu hjarta í fátæku húsi.
Meðan Entoskin enn var í miðju átinu, sneri faðir ]ó-
hannes Skírari sér að sjúkrabeðinum og bjó sig undir að
kveðja. Þrátt fyrir nýafstaðnar trúarofsóknir lét hann enn orð
falla um, að náðarfaðmur guðs stæði oss opinn og að kirkjan
byði fram náðarmeðöl sín, hvenær sem sjúklingurinn kynni
að óska. En konan átti sér enga ósk, nema þá að mega hafa
aftur augun í friði, en það er hin fullkomnasta ósk. Jóhannes
Skírari hélt áfram að tala orðum trúar og huggunar, meðan
Entoskin virti hann fyrir sér með óendanlegri fyrirlitningu.
Orð guðsmannsins voru eins og gamalt járn, ryðguð, en ör-
ugg, — hógvær, en langsótt, eins og kvöldstjarna, sem kemur
upp yfir kirkjugarðshorni, þegar náttar, — og óhrekjanleg
vegna þess, að grundvöllur þeirra fólst í helgustu og hjálpar-
vönustu draumum aldanna, sem þjást og deyja í Kristi sínum.
9.
En meðan presturinn var að tala, tók drengurinn fiðluna
ofan af veggnum og stilti hana. Hann hafði enn ekki mælt
orð frá munni síðan hann kom inn og hagaði sér í öllu eins
og enginn væri viðstaddur, nema hvað hann hafði staðið gest-
unuin fyrir beina. Nokkrir tónar, sem leituðu samræmis, bárust
út í loftið frá hálfstiltri fiðlunni, eins og leitandi sttik hjá
12