Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 83
eimrejðin
Bayard Taylor.
Eftir Richard Beck.
Fáir menn eru íslandi þarfari heldur en þeir, sem kallast
Seta útverðir íslenzkrar menningar, — menn, er láta sér ant
um það að útbreiða meðal fjarlægra þjóða sanna þekkingu
á landi voru og þjóð, Iífi hennar og sögu. Vér höfum borið
Sæfu til að eignast marga slíka menn meðal andlegra höfð-
>ngja enskumælandi. Skyldu nöfn þeirra gulli rituð í minnis-
bók vorri. í hópi þessara velunnenda vorra skipar Bayard
Taylor ekki lægsta sessinn. Var það stór-happ íslandi, að
hann sótti þjóðhátíðina 1874. Að þetta er eigi sagt út í blá-
lnn, mun Ijóst, er ferð hans hingað til lands verður rædd
nokkru nánar síðar í ritgerð þessari. Maklegt hefði það því
verið, að Islendingar hefðu minst hans að einhverju á hundrað
nra afmæli hans 1925; en úr því svo varð eigi, þá á vel við
að gera það nú á voru mikla hátíðarári. Enda er nafn Taylors
len9t við önnur merkustu tímamótin í sögu þjóðar vorrar —
þúsund ára afmæli bygðar íslands.
Einn af æfisöguriturum Taylors byrjar formála sinn með
þeirri yfirlýsingu, að líf skáldsins hafi verið svo margþætt og
'nnihaldsríkt, að upptalning ein saman af störfum hans myndi
tylla bækling. Og ummæli þessi eru fjarri því að vera ýkjur.
Taylor dæi tiltölulega ungur — ekki hálf sextugur — þá
sfrekaði hann miklu meira en flestir, er áttræðis-aldri ná. Eitt
dæmi þess, að líf manns skyldi reiknað í dáðum en eigi ár-
um. Er því bert, að lífssaga þessa mikla athafnamanns verður
ei9i til hlítar rakin í tiltölulega stuttri tímaritsgrein. Hér mun
heldur engin tilraun gerð til þess að þræða öll fótspor hans.
Athygli lesendanna kýs ég fremur að beina að því í lífi
Taylors og störfum, er helzt varpar ljósi á manninn sjálfan,
skapgerð hans og atgjörvi.
]ames Bayard Taylor — svo hét hann fullu nafni — var
faeddur að Kennett Square í Chester County í Pennsylvaníu-