Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 88

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 88
184 BAYARD TAYLOR EIMREIÐIN hans sem fyrirlesara, er svo að sjá sem honum hafi aldrei verulega geðjast að því starfi. Fyrirlestrahöldin voru heldur eigi nema hjáverk Taylors, ritstörfin voru aðalstörf hans. Á því sviði var hann mjög mikil- virkur. En það sem einkendi líf hans alt, var hin furðulega fjölhæfni hans. Hann gat sér frægð sem hugrakkur og úr- ræðagóður ferðamaður, sem fréttaritari, sem blaðamaður og sem fyrirlesari. Að hann átti einnig ýmsa hæfileika stjórnvitr- ingsins, sýndu störf hans sem sendiherra í Rússlandi og Þýzkalandi. En bezt gætir þó fjölhæfni Taylors í bókmenta- starfi hans. Auk hinna mörgu ferðasagna sinna skráði hann fjórar skáldsögur, allmargar smásögur, sögu Þýzkalands, tvö bindi ritgerða um bókmentaleg efni, alfræðibók um ferðalög, enska þýðingu á »Faust« Goethes og þrettán bindi kvæða. Er það enn gleggri vottur um fjölhæfni skáldsins, að Ijóð hans eru afarmargbreytt að efni og formi. Þar eru lýrisk kvæði, sagna-ljóð, hjarðljóð, dramatísk æfintýri og ljóðleikir, auk annara. Eðlilega eru rit þessi misjöfn að Iistgildi, enda eru mörg þeirra nú lítt lesin eða alls eigi. Tíminn er harður dómari og þekkir engan mannamun. Öllu hismiskendu í listum eða bókmentum varpar hann fyr eða síðar í hyl gleymskunnar. Skáldsögur Taylors, þótt víðlesnar væru á sinni tíð, eru nú fáum kunnar. Góða dóma hlutu þó sumar þeirra hjá gagn- rýnendum beggja megin Atlantshafs, og að minsta kosti ein þeirra var þýdd á erlend tungumál. Hin bezta þeirra er ef- laust The Story of Kennett (1866), glögg lýsing á sveitalífi í Pennsylvaníu, en þar var höfundurinn þaulkunnugur. Lands- lagsmyndirnar eru litauðgar og sumar persónurnar heilsteyptar og lifandi. En heitasta löngun Taylors var þó sú að vinna sér varan- lega frægð sem ljóðskáld. Er mælt, að ekkert hafi glatt hann meir en það, að íslendingar kölluðu hann »ameríska skáldið*. Ferðafrægð sína og blaðamensku taldi hann Iétta á metum, sama var um Iýðhylli hans sem fyrirlesara. Inst í hjarta sínu þráði hann það eitt að hljóta sess í höll Braga. Með skáld- um kaus hann að teljast, hann trúði því, að hann væri skáld, og í skáldahóp naut hann sín bezt. Víst er um það, að hann misskildi eigi með öllu köllun sína. Að hann var sannri og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.