Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 88
184
BAYARD TAYLOR
EIMREIÐIN
hans sem fyrirlesara, er svo að sjá sem honum hafi aldrei
verulega geðjast að því starfi.
Fyrirlestrahöldin voru heldur eigi nema hjáverk Taylors,
ritstörfin voru aðalstörf hans. Á því sviði var hann mjög mikil-
virkur. En það sem einkendi líf hans alt, var hin furðulega
fjölhæfni hans. Hann gat sér frægð sem hugrakkur og úr-
ræðagóður ferðamaður, sem fréttaritari, sem blaðamaður og
sem fyrirlesari. Að hann átti einnig ýmsa hæfileika stjórnvitr-
ingsins, sýndu störf hans sem sendiherra í Rússlandi og
Þýzkalandi. En bezt gætir þó fjölhæfni Taylors í bókmenta-
starfi hans. Auk hinna mörgu ferðasagna sinna skráði hann
fjórar skáldsögur, allmargar smásögur, sögu Þýzkalands, tvö
bindi ritgerða um bókmentaleg efni, alfræðibók um ferðalög,
enska þýðingu á »Faust« Goethes og þrettán bindi kvæða.
Er það enn gleggri vottur um fjölhæfni skáldsins, að Ijóð
hans eru afarmargbreytt að efni og formi. Þar eru lýrisk
kvæði, sagna-ljóð, hjarðljóð, dramatísk æfintýri og ljóðleikir,
auk annara. Eðlilega eru rit þessi misjöfn að Iistgildi, enda
eru mörg þeirra nú lítt lesin eða alls eigi. Tíminn er harður
dómari og þekkir engan mannamun. Öllu hismiskendu í listum
eða bókmentum varpar hann fyr eða síðar í hyl gleymskunnar.
Skáldsögur Taylors, þótt víðlesnar væru á sinni tíð, eru nú
fáum kunnar. Góða dóma hlutu þó sumar þeirra hjá gagn-
rýnendum beggja megin Atlantshafs, og að minsta kosti ein
þeirra var þýdd á erlend tungumál. Hin bezta þeirra er ef-
laust The Story of Kennett (1866), glögg lýsing á sveitalífi í
Pennsylvaníu, en þar var höfundurinn þaulkunnugur. Lands-
lagsmyndirnar eru litauðgar og sumar persónurnar heilsteyptar
og lifandi.
En heitasta löngun Taylors var þó sú að vinna sér varan-
lega frægð sem ljóðskáld. Er mælt, að ekkert hafi glatt hann
meir en það, að íslendingar kölluðu hann »ameríska skáldið*.
Ferðafrægð sína og blaðamensku taldi hann Iétta á metum,
sama var um Iýðhylli hans sem fyrirlesara. Inst í hjarta sínu
þráði hann það eitt að hljóta sess í höll Braga. Með skáld-
um kaus hann að teljast, hann trúði því, að hann væri skáld,
og í skáldahóp naut hann sín bezt. Víst er um það, að hann
misskildi eigi með öllu köllun sína. Að hann var sannri og