Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 89
eimreiðin
BAYARD TAVLOR
185-
verulegri skáldgáfu gæddur, sést t. d. í Poems of the Orient
(Austurlandaljóðum). Er þar að finna beztu ljóð hans. Hver
sá, sem ann ljóðrænni fegurð, finnur unað í þessum kvæðum.
Fer þar saman hugarflug og formfegurð. Meðal þeirra er
hinn snjalli og tilfinningaþrungni >Bedouin Song< (Bedúína-
söngur), er vissulega ber mark bókmentalegs ódauðleika.
Fleira snildar-kvæða, sem lifa munu í amerískum bókment-
um, er í ljóðsafni þessu. Kvæði Taylors eru yfirleitt fáguð og
hljómmikil, en stundum er þó málskrúðið úr hófi fram. Skáldið
varð á yngri árum fyrir þungri sorg, — misti fyrri konu sína,.
er þau voru nýgift, er því undirtónn harma í ýmsum kvæð-
um hans. í hinum síðari ljóðum sínum sneri hann sér mjög
að heimspekilegum og siðferðilegum efnum. Eru þau alvöru-
þrungin og auðug að göfugum hugsunum. Skáldskapurinn var
Taylor sá helgidómur, er eigi mátti saurga með neinu lágu
eða hégómlegu. Fyrir þá sök beitti hann örsjaldan kýmni sinni
í ljóði. Enda má segja, að í kvæðum Taylors birtist oss glegst
skapgerð hans og hugarfar. Þar var hjarta hans alt. I ljóð-
Unum kynnumst vér andans fjöri hans og hógvaerð og trygð
hans. Hann var trúr sjálfum sér og vinum sínum. I stuttu málii
öll aðaleinkenni skáldsins eru mótuð í ljóð hans. En öllum
ber saman um sálargöfgi hans, um það eru orð skáldbræðra
hans hinn órækasti vottur.
Sorglegast er það í lífi Taylors, að hann varð svo mjög að
dreifa kröftum sínum. Margvísleg störf og þreytandi gerðu
honum óhægt um vik að þroska og fága skáldgáfu sína sem
skyldi. Það er ein hin mesta harmsaga lífsins, að æfi skálda
°9 listamanna er svo oft dapurleg frásögn um endalausa bar-
áttu við fjárskort. Á það að nokkru leyti við um Taylor.
Mestum starfstíma sínum varði hann til þess að geta séð sóma-
samlega fyrir sér og sínum. Hann lifði ríkmannlega, aflaði
sér víðlendra jarðeigna og reisti þar skrauthýsi. Hann var
9leðimaður, og rausn og gestrisni ríktu í híbýlum hans. Mikið
fó þurfti því til heimilisþarfanna, en það varð eðlilega hlut-
skifti húsföðurins að bæta úr þeim. Ljóðagerðin varð því að
leggjast á hilluna, annað arðvænlegra, svo sem blaðamenskan,
fyrirlestrahöldin og skáldsagnagerðin, sat í fyrirrúmi. Enginn
faer sagt, hversu mikils amerískar bókmentir fóru á mis vegna