Eimreiðin - 01.04.1930, Page 95
eimreiðin
BAYARD TAYLOR
191
til lærðra manna og félaga. Taylor var hinsvegar vinsæll mjög
af alþýðu fyrir ferðabækur sínar, og rilaði við hennar hæfi*
Bréf hans frá íslandi, bæði er þau birtust í »Tribune« og
eins síðar í bókarformi,, náðu því eyrum fjölda margra, sem
ekkert vissu áður um ísland. Vann Taylor þar með mikið
verk í þá átt að kynna ísland og íslendinga almenningi í
Vesturheimi.
Eftir heimkomu sína til Bandaríkja haustið 1874 var Taylor
míög störfum hlaðinn af ýmsu tæi. Lagði hann hart að sér,.
fyrst til þess að losa sig úr skuldum, en þó einkum með það
fyrir augum að geta unnið það bókmentaverkið, er honum lá
Þvngst á hjarta, en það var að rita æfisögu þeirra Goethes
°9 Schillers. I bréfum frá þeim árum kvartar hann sáran um,
að verk þetta og ljóðagerðin verði að sitja á hakanum. Starfa-
byrðin íþyngdi honum nú mjög, andans fjör hans og glað-
værð minkuðu, og heilsan tók að bila. Snemma á árinu 1878
útnefndi forseti Bandaríkjanna Taylor sendiherra þeirra til
Þýzkalands. Var það viturlega ráðið, og útnefningunni ágæt-
'e3a tekið af almenningi. Heillaóskum rigndi yfir Taylor
hvaðanæfa, enda var hann í sjöunda himni. Var nú sem
dýrstu draumar hans ættu að fá að rætast. í þessari nýju
stöðu mundi honum gefast tóm til að rita æfisögu skáldmær-
■nganna þýzku, og í Berlín voru gögn öll við hendina. En
öðruvísi átti þó að fara. Er Taylor lét í haf, var hann þreyttur
af störfum og veizluhöldum. Hann var þrotinn að heilsu og
nröftum. Hann andaðist 19. dezember 1878. Örlögin voru því
Taylor, sem mörgum öðrum, æði köld. Rétt þegar kjör hans
v°ru komin í það horf, að út leit fyrir að hann gæti unnið
það verkið, er orðið hefði líklega glæsilegasta afreksverk hans
1 bókmentunum, féll hann í- valinn. Honum var aðeins leyfð
sVn inn í hið fyrirheitna land sinna kærustu drauma.
Taylor varð harmdauði allri þjóð sinni, en þó einkum þeim,
er þektu hann bezt. Þeir vissu gerla hverjum mannkostum
°9 atgervi hann var gæddur. Og skáldin keptust um að
fylgja honum á leið með fögrum ljóðum. Með Taylor hné að
velji að mörgu leyti einn hinn merkasti Bandaríkjamaður
Peirrar tíðar. Hið margþætta starf hans snerti líf þjóðar hans
e jóvenjumörgum sviðum. Hann hafði fengið miklu afrekað
þrátt fyrir það, að hann dreifði um of kröftum sínum. Þó
hann geti eigi talist meðal hinna fremstu skálda lands síns,
Per honum sess meðal hinna betri. Sum ljóð hans mun tím-
jPP seint grafa í gleymsku. Og vér íslendingar megum muna
iaylor sem einlægan aðdáanda og vin þjóðar vorrar. Hverri
P)°ð er sæmd að eiga sér slíka formælendur sem hann.