Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 105
eimreiðin
RAUÐA DANZMÆRIN
201
hann mætir manni augliti til auglitis. Gerið yður í hugarlund
flokk enskra hermanna, sem stara án afláts út í svartamyrkur
næturinnar og bíða eftir, að Ijóskastarinn varpi birtu yfir dul-
arfulla sýn, sem vörðurinn hefur komið til að skýra frá, að
sést hafi úti á Auðninni1) og þarfnist athugunar. Liðsafli er
með minna móti á þessu svæði og aukin árvekni þessvegna
nauðsynleg, enda var þar ekki sá maður, að hann ekki þekti
Auðnina eins nákvæmlega og hlaðið heima hjá sér. En næt-
urmyrkrið hleypur stundum með augun og ímyndunaraflið í
Qönur. Menn voru því í meira lagi eftirvæntingarfullir eftir
ffegn þá, sem vörðurinn hafði flutt uin hina dularfullu sýn
ú‘i á milli skotgrafanna. En eftir að sviðið hafði verið rann-
sakað nákvæmlega, reyndist leyndardómurinn ekki að vera
annað né meira en óhefluð fjöl, sem reist hafði verið upp„
°9 á hana krotuð þessi spurning: »Hversvegna að vera að
bíða eftir þeim tuttugasta og níunda?«
Þannig atvikaðist það, að of fljótfær og opinskár saxneskur
°vina-hermaður varð til þess að koma í veg fyrir vélráð þau,
Se|n lævís spæjari hafði búið okkur. En við, sem beittir vor-
þessum glettum, stóðum algerlega ráðþrota gagnvart hinu
e|nkennilega skeyti, sem alt í einu barst okkur þarna utan
Ur náttmyrkrinu. Og ekki gátu yfirmennirnir í herdeild okkar
gefið neina skýringu á þessu dularfulla fyrirbrigði. Þeir voru
líka altof önnum kafnir við hagfræðislegan útreikning á því,.
^Ve miklar birgðir þyrfti af plómu- og eplamauki handa her-
deildinni til þess að þeir gæfu sér tíma til að svara á við-
ei9andi hátt þeirri ótímabæru forvitni óvinanna, sem fólst í
spurningu þeirra, og að jafnaði kom fram í öllu grárri glett-
um af þeirra hálfu en í þetta skifti. Atvikið hefði því gleymst
fljótlega fyrir öðrum aðsópsmeiri, og dauði og tortíming af
hlotist, ef svo hefði ekki viljað til, að ég átti daginn eftir er-
lr>di við nokkra menn, sem voru að æfa sig með leynd undir
Serstaka minni háttar útrás.
Þessir menn voru allir úr mínu herfylki, og hafði ég Iagt
Vrm um að æfa þá að degi til undir næturárás. Það er mikl-
A Auðnin (No Man’s Landt: Auða svæðið
sem engu lifandi var vært.
milli
herlínanna, þar
Þýð.