Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 108
204
RAUÐA DANZMÆRIN
EIMREIÐIN
í kring. Til þess að komast að því, hvar og hvenær útrásin
skyldi fram fara, hafði hún tafið fyrir sendingu svörtu gler-
augnanna þangað til liðsforingjarnir voru farnir úr borg-
inni, og tekið að sér að senda þau, þegar sjónglerjasmiður-
inn hefði afhent þau. Á þenna hátt fékk hún nákvæmlega
að vita til hvaða herfylkis þau skyldu sendast, og gátu óvin-
irnir samkvæmt því komist eftir hvar útrásina átti að gera.
En um daginn fékk hún að vita með því að láta líta svo út
sem henni væri mjög hugleikið að fá að fylgjast með árangr-
inum. Hún bað því að lofa sér að vita um daginn, svo að
hún gæti lesið um það í opinberu tilkynningunum næsta dag á
eftir, hve vel fyrirætlunin hefði tekist. Þeir, sem undruðust
hvernig henni skyldi takast að veiða þetta upp úr félögum
okkar, hættu að furða sig á því, þegar þeir kyntust afrekum
hennar nánar og heyrðu frá því skýrt, hvernig hún hafði
vafið þaulæfðum hernaðarsérfræðingum um fingur sér. Þá
varð okkur ljóst, hver leikur henni hlaut að vera að ráða við
tvo unga undirforingja.
I orðum deyjandi manna felast oft spádómar. Mánuðum
síðar heyrði ég talað um rauðu danzmeyna. Það var eftir
að Mata Hari hafði verið ákærð fyrir njósnir. Þá var spurn-
ingin leyudardómsfulla »Hvers vegna að bíða eftir þeim tuttug-
asta og níunda?« orðin örlítið brot úr miklu stórfeldara við-
fangsefni: afhjúpun alls ferils þeirrar konu, sem hafði verið
fastur starfsmaður í njósnarliði Þjóðverja og sent þúsundir
manna slíkra sem þessara ungu félaga okkar í dauðann. Hún
var skrásett undir merkinu H. 21.
Hin undraverða saga njósnarans H. 21 verður hvorki skýrð
né skilin nema að á undan fari lýsing á lífi rauðu danzmær-
innar. Það er ómögulegt að botna í því, hvernig Mata Hari
fór að því að villa sjálfri hernjósnamiðstöð Frakka sýn, skrif-
ast á við yfirmann þýzka njósnarliðsins á pappír með embættis-
stimpli utanríkismálaráðuneytisins, stjórna róttækum njósnum
innan sjálfs hermálaráðuneytisins, og geta loks sótt sér vörn
og aðstoð hjá prinsum, sendiherrum og lærðum mönnum eftir
að hafa verið ákærð fyrir njósnir, nema að mönnum skiljist
hve undraverðu töfravaldi hún var gædd. Eðli og umfang
hinna örlagaríku leynibragða hennar verður því aðeins skilið,