Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 124
220
RITSJÁ
EIMREIÐIN
arið 1928. í einni þeirra lýsir hann þróunarferli sjálfs sín. Það er ræða
sú, er hann hefur einkent með fyrirsögninni: Leitin. Hann skýrir þar frá
því, hvernig hann hafi, alt frá því hann var barn, verið í uppreisnarhug
og leitað að sannleikanym, án þess að reiða sig á nokkurn mann, kynst
allskonar fólki, verið í uppreisnarhug „við guðspekingana, með alt orða-
tildrið, kennisetningarnar, fundahöldin og útskýringarnar á lífinu", án þess
að hann fyndi nokkursstaðar hamingjuna. „Ég gekk um strætin og virti
fyrir mér andlit fólksins, og fólkið horfði á mig, ef til vill með enn meiri
athygli. Ég kom í leikhúsin, ég sá hvernig fólkið skemti sér og reyndi
að gleyma vansæld sinni. Það hugðist að leysa vandræði sín með því að
örva huga og hjarta í yfirborðshrifningu. — Ég sá fólk, sem fór með
völd í stjórnmálum, í þjóðfélagsmálum, í trúmálum, og þó vantaði það
þetta eina nauðsynlega — hamingjuna. Ég kom á verkamannafundi og
kommúnistafundi og hlustaði á það, sem Ieiðtogar þeirra sögðu. Oftast
voru þeir að mótmæla einhverju. Þeir náðu athygli minni, en fullnægðu
mér ekki. Með því að athuga eina tegund manna eftir aðra, náði ég
reynslu gegn um þær allar. I öllum var innibirgður eldur óhamingju og
óánægju. Ég fór frá einni skemtun til annarar, frá einum fundi til annars
í leitinni að hamingju og fann hana ekki. Ég horfði á gleðskap unga
fóiksins, danzana, klæðnaðinn, óhófið, og ég sá að hamingjuna vantaði,
— hamingjuna, sem eg var að leita að. Ég sá fólk, sem átti fátt í iífinu
og vildi sundra því, sem aðrir höfðu bygt. Það hugði, að úrlausnin fynd-
ist með því að rífa niður og byggja öðruvísi en áður. Sömuleiðis það
var óánægt".
Þessi heimshrygð hverfur ekki fyr en Krishnamurti finnur takmark
sitt, Ástvininn, sem hann svo nefnir, en „sá Ástvinur er lífið, sem er í
öllu“. Ræðurnar í þessari bók fjalla meira og minna um þenna Ástvin,
sem Krishnamurti nefnir svo. Því verður ekki neitað að sumt af því,
sem hann Iætur eftir sér hafa t. d. um guðshugtakið, bænina og kirkjuna,
kemur óþægilega við marga. En við nánari athugun má finna fullkominn
persónuleika bak við orðin, sem réttlætir þau. Og hvernig sem menn
annars kunna að líta á starfsemi Krishnamurtis, þá verður því ekki
neitað, að margt það, sem hann flytur, snertir þá strengi í sálum vorurn.
sem bezt eru stiltir í samræmi við lífið í sinni fegurstu og fullkomnustu
mynd. Boðskapur hans er fyrirheit um mátt einstaklingsþróunarinnar, á-
byrgðartilfinningarinnar, sjálfstamningarinnar. Hann flytur sannleika —
í rauninni ekki annað en gamlan og ýmsum augljósan sannleika —
um það, að hamingjan búi í voru eigin brjósti. Það er enginn vandi
að benda á þetta, en hitt er meiri vandinn að lifa það. Og í því virðist
gildi Krishnamurtis fólgið, að hann sé kominn til að þrýsta því á
meðvitund mannanna enn betur en áður, að hver einasta mannssál verði
ein og óstudd að brjótast upp úr viðjum ófullkomleikans til æ fyllri og
gðfugri þroska.