Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 10
210
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
Einar Arnórsson.
Hallgríms heitins Kristinssonar,
misti við, og mun jafnan hafa
notið óskifts trausts í því starfi.
En hann hefur ekki áður tekið
opinberan þátt í stórnmálum
og staðið utan við flokkadeil-
urnar í landinu. Kosningar, sem
áttu að fara fram 4. júlí, faerð-
ust fram um 3 vikur vegna þing-
rofsins, kjördagur ákveðinn 12.
júní. En eftirköst þingrofsins,
þau er að stjórn landsins vissu,
verða þau mikilvægust, að
tveir af ráðherrunum segja af
sér og nýr maður kemur í
stjórnina til bráðabirgða.
Eitt þeirra mikilvægu mála, sem komust á dagskrá út af
þingrofinu, var um það, hvort ekki bæri að losa sig við
konungsvaldið nú þegar og lýsa yfir lýðveldi í landinu. Þessu
stórmáli skýtur upp alt í einu og óvænt. Þingrofið kemur af
Þíngrofið stað ótímabærum hita í það mál, sem er meira
og alvörumál og mikilvægara en flest önnur, þar sem
lýðveldið. er r£tt úrlausn sambandsslitanna við Dani. Það má
vel vera að kleift hefði verið að koma á lýðveldi hér á landi
dagana eftir þingrofið, og vissulega munaði litlu að það yrð*
reynt. En hvort slík tilraun hefði
verið hyggileg eða bætt ástandið
innanlands, er vafasamara. í fyrsta
lagi hefði það reynst brot á samn-
ingi við sambandsþjóð vora, og 1
öðru lagi hefði orðið að gera þa^
í trássi við annan stærsta stjórn-
málaflokkinn í landinu. Afleiðingm
hefði orðið upplausn og auknar
deilur. Sambandsmálið er mál allra
flokka í landinu, samkvæmt þv‘>
sem áður liggur fyrir, og verður
Bjöm Þórdarson. vonandi útkljáð farsællega á sín-