Eimreiðin - 01.07.1931, Side 28
228
ÓQÖNGUR OQ OPNAR LEIÐIR
eimreiðin
eigum að verða ánauðugir þrælar erlendra siglingafélaga, við
vorar eigin strendur, eða ekki. Tekjuhalli félagsins varð ná-
lega 1/4 miljón króna árið sem leið, og um þann tekjuhalla
verður engum kent nema oss sjálfum. Það voru bjartar vonir
tengdar við félagið, þegar verið var að stofna það, og áhug-
inn almennur og viljinn einlægur að leggja fram eitthvað aí
mörkum, þótt víða væri af litlum efnum. Þær vonir mega ekki
bresta, því þá brestur um leið trúin á íslenzka framtíð.
IV.
Sum þau mál, sem baráttan stendur nú hörðust um hér a
landi, eru þess eðlis, að takist ekki að ráða þeim farsælleg3
til lykta, erum vér komnir út í hreinar og beinar ógöngur>
Eitt þessara mála, sent hefur þegar valdið miklum deilum,
einkum um síðustu kosningar, og er af sumum talið að hafa
ráðið úrslitum í þeim, er kjördæmaskipunarmálið. Eins
kunnugt er hefur hlutfallið milli kjósenda og kjördæmakos-
inna þingmanna raskast gífurlega við það, að fólkið hefur
streymt úr sveitunum í kaupstaðina. Kom þetta einkum bert
fram við síðustu kosningar og getur ekki lengur farið fra111
hjá neinum. Lýðræðishugsjóninni er ekki fullnægt eins og er>
Um það munu allir flokkar sammála. Áður en langt um líður
hlýtur óhjákvæmilega að fara fram breyting á kjördæmaskip'
uninni. Mun þegar tekið að undirbúa hana. Þeir, sem eiga
að annast þann undirbúning, munu að sjálfsögðu taka mál$
til rækilegrar yfirvegunar. Virðist mér sem að minsta kost>
þrjú meginatriði komi þar til greina.
Fyrsta atriðið er þetta: Það eru miklar Iíkur til að fran1'
vindan í athafnalífi þjóðarinnar færist yfir á sveitirnar aftur'
Sambygðirnar í sveitunum verða meiri en áður og fólks'
straumurinn til bæjanna getur þá og þegar alveg stöðvast
ástæðum, sem smámsaman eru að koma í ljós, og fólkinu 1
sveitunum fjölgað aftur. Sveitirnar þurfa sízt að óttast breyt'
ingu á kjördæmaskipuninni, ef fólksstraumurinn beinist hen11
í þær aftur. En væntanleg breyting má ekki miðast við Þa^’
hvort kjósandinn er í sveit eða kaupstað. Atkvæði hans verður
að koma að sem réttustum notum, hvar sem hann á heima 3
landinu, áhrif hans á skipun þings og stjórnar mega ekki fara