Eimreiðin - 01.07.1931, Page 32
232
ÓGÖNGUR OG OPNAR LEIÐIR
eimreidin
hefja með því nýja stefnu í atvinnumálum Rússa, að því er
erlend blöð hafa skýrt frá.
Atvinnuleysið, sem yfir vofir við sjávarsíðuna á næstu ár-
um, verður ekki bætt með atvinnuleysisstyrkjum eða atvinnu-
bótakáki út í loftið á kostnað ríkis og bæja, heldur með
hjálp hins opinbera til þess að gera fólkinu fært að hefja
sjálfstæða viðleitni til að framleiða handa sér og sínum. Vilji
fólk ekki sinna slíkri hjálp, þá er svo komið, að ný Móðu-
harðindi munu yfir dynja til tyftunar þjóðinni. En það er ekki
ástæða til að ætla, að fólkið mundi ekki taka hjálpinni fegins-
hendi. Menn flýja ekki lengur land. Ameríka er ekki lengur
sú Eden, sem hún áður var í hugum bjargþrota manna. Trúin
á landið er orðin það sterk og þekkingin á kjörum annara
þjóða það fullkomin, að gamla Frón þarf ekki lengur að
kvíða flótta sona sinna og dætra. Það er miklu fremur ástæða
til að óttast innflutning fólks. Hann ógnar nú íslenzkum at-
vinnuleysingjum eins og sjálft atvinnuleysið. Hinn sífeldi
straumur erlends fólks í atvinnuleit til landsins, sem virðist
vera leyfður alveg athugasemda- og eftirlitslaust, hlýtur að
vera orðinn þeim áhyggjuefni, sem bera hag sinna eigin landa
fyrir brjósti. I sumar sem leið hafa hundruð erlendra manna
unnið í sveitunum umhverfis Reykjavík og svo að segja um
alt land, fyrir minna kaup en sjálfir landsmenn fást til að
vinna fyrir, meðan landsins eigin börn hafa gengið atvinnu-
laus við sjávarsíðuna.
VI.
Það eru fleiri verkefni fyrir hendi á íslandi en landbúnað-
urinn, þó að hann standi oss næst eins og nú er háttað
ástandinu með þjóðinni. Ekki er það heldur af neinni vantrú
á fiskiveiðarnar kring um landið, að þeirra er hér ekki minst.
Og engum dettur í hug að halda, að iðnaður eigi ekki fram-
tíð hér á landi. Það sem mestu máli skiftir er, að þeir, sem
eiga að sníða þjóðarstarfseminni stakkinn, kunni að hafa hann
eftir vexti. Svo að segja um allan heim eru einstaklingar og
stjórnir starfandi að því að reisa við atvinnuvegi þjóðanna á
nýjum og traustari grundvelli. Áætlanir eru lagðar fyrir mörg
ár í senn um starfstilhögun og rekstur. Tímarnir, sem vér