Eimreiðin - 01.07.1931, Page 34
234
ÓQÖNGUR OG OPNAR LEIÐIR
eimreiðiN
áætlun eða hún verður látin ná enn lengra fram í tímann,
verður ekki lögð nema að beztu manna yfirsýn. Það er ekki
ætlunin með þessum hugleiðingum að ræða það út í æsar á
hvern hátt hún skuli lögð. Það er meira og flóknara efni en
svo. En hér skal aðeins að lokum minst á örfá atriði, sem vel
mættu verða til athugunar, er ráða skal fram úr örðugleikum
þeim, sem íslenzka þjóðin hefur átt við að stríða undanfarið,
— og á enn.
VII.
Hér á landi eru margar auðsuppsprettur enn ónotaðar.
Það er að koma æ betur í ljós. Námugröftur og iðnaður eru
atvinnuvegir, sem síðar munu fæða og klæða ekki færri menn
hér á Iandi en nú gerir landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn.
Þó að slept sé alveg íslenzka gullinu, sem þó er þegar
sannað um, að til sé á nokkrum stöðum nægilega mikið til
þess, að hægt væri að vinna það, þá eru önnur arðvæn efm
hér í jörðu, sem ástæða væri til að gefa nánari gaum. Til
þess að vinna þau þarf aðeins að fara saman þekking, haS'
sýni og dugnaður. Menn halda oft, að ekkert verði gert nu
á tímum nema að hafa svo og svo miklar fjárupphæðir fyrir-
liggjandi áður en hafist er handa. Þetta er ekki nema hálfar
sannleikur og tæplega það. Fjármagn er að vísu nauðsynlesl’
en þó ekki fyrsta skilyrðið. Það kemur ekki að neinum not-
um nema þeir hæfileikar, sem nefndir voru, séu til í ríkum
mæli hjá þeim, sem verkið eiga að vinna. Menn vita nú með
vissu, að hér á landi er bæði járn, blý, zink, eir, platína, guU>
silfur, aluminium og fleiri málmar. Menn vita, að hér eru kol
í jörðu, margar leirtegundir, sem nota má til margvíslesrar
framleiðslu, og að sumar þessar leirtegundir eru bæði fágsetar
og dýrar. Menn vita að hér er til postulín í jörðu og kalk
og brennisteinn svo að segja óþrjótandi. Vér flytjum árleSa
inn steinlím og timbur fyrir tugi og hundruð þúsunda, en
vitum ekki nema að með tiltölulega kostnaðarlitlum tilraun-
um og rannsóknum megi útvega Iandsmönnum fult eins S°^
byggingarefni úr skauti vorrar eigin jarðar eins og hið er-
lenda, sem nú er mest notað.
í erlendum tímaritum rekst maður oft á ritgerðir með