Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 38
EIMREIÐIN
Mannflokkar og menning.
i.
Það er alkunna, að mennirnir eru ólíkir að útliti. Ég á
ekki við það, að enginn maður er öðrum líkur að öllu leyti,
heldur hitt, að til eru stórir flokkar manna, sem hafa mörg
sameiginleg einkenni innbyrðis, en skera sig úr frá öðrum
flokkum manna, sem hafa önnur einkenni sameiginleg. Þessi
einkenni á útliti manna eru mörg, t. d. hæð, höfuðlag, hára-
litur, gerð hársins, augnalitur, neflag o. s. frv. Þá flokka
manna, sem hafa mörg af þessum einkennum sameiginleg,
svo að erfðafast sé (gangi í erfðir), nefnum vér mannflokka
(race) eða kyn.
Nú mun til dæmis engum blandast hugur um það, sem
sér Islending og Kínverja saman, að þar er um tvo ólíka
mannflokka að ræða, þó að sumum Islendingum svipi að
vísu til Kínverja um ýms séreinkenni mannflokkanna. Munur-
inn er samt sem áður of mikill til þess, að um sama mann-
flokk sé að ræða. Evrópumaður og svertingi frá Afríku eru
líka svo ólíkir, t. d. að hörundslit, að þar er heldur enginn
efi mögulegur. En venjan er sú, að slá öllum Evrópumönn-
um, og afkomendum þeirra í öðrum heimsálfum, saman í
einn hóp, sem kallaður er hvíti mannflokkurinn. En sann-
leikurinn er sá, að það er enginn samfeldur hvítur mann-
flokkur til, heldur margir mannflokkar, sem eru meira
minna >hvítir«. Það er t. d. auðsætt, að blá- eða grá-eygur>
langhöfðaður Norðurlandamaður, einhvern veginn ljós á hár,
og hins vegar dökkeygur, stutthöfðaður, svarthærður Mið'
evrópumaður eru ekki af sama mannflokki, þótt báðir eig*
að kallast shvítir*; munurinn á þessum einkennum, sem nu
voru talin, og öðrum, er of mikill, — jafnvel hörundsliturinn
er annar, er allur miklu móleitari, dekkri, á Miðevrópu-
manninum.
Ég var einu sinni, sem oftar, í kirkju hér í Reykjavík-