Eimreiðin - 01.07.1931, Page 40
240
MANNFLOKKAR OG MENNING
eimreidin
norræna kynið (homo cæsius), vestræna kynið (homo medi-
terraneus), austræna kynið (homo alpinus), dínarska kynið oS
baltiska (austur-baltiska) kynið. Hér að framan hefur lauslega
verið minst á einkenni þau, sem farið er eftir, en aðeins
þarf því við að bæta, að stutthöfðar kallast menn, ef breidd
höfuðsins, þar sem það er breiðast, er 80°/o af lengd þess
(lengdin talin 100), eða meira, en langhöfðar, ef breiddin er
minni en 80°/o af lengdinni. Auðvitað kemur lag höfuðsins
að öðru leyti líka til greina. Menn eru mis-langhöfðaðir, þótt
ianghöfðar séu, o. s. frv., og hverju kyni er eiginlegt sér-
stakt höfuðlag og andlitslag.
Norræna kynið er yfirleitt hávaxið (meðalhæð karlmanna
um 174 cm.) og grannvaxið eftir hæðinni. Það er frekar lang-
leitt og langhöfðað, höfuðs-mál (index cephalicus) um 75 að
meðaltali; veldur það þessu einkum, hvað hnakkinn stendur
langt út. Ennið er ekki hátt og hallar aftur, með greinilegum
brúnabogum; nefið er hátt og beint, oft með lið á, — hakan
greinileg, sterkleg. Augun eru blá eða grá, — hárið ljóst
(stundum rautt) í æsku, en dökknar oftast meira og minna
með aldrinum, verður skollitt eða jarpt; hárafarið er slétt
eða liðað, hárið mjúkt og fíngert. Hörundsliturinn er bjartur,
blóðið skín í gegn, — æðarnar sýna, a. m. k. í æsku, >bláa
blóðið«. Nefna mætti mörg fleiri einkenni, en hér verður
staðar numið.
I/estræna kynið er fremur lágvaxið (meðalhæð karlmanna
160 cm. og þar yfir), grannvaxið og »nett«. Höfuðlag og
andlitsfall er líkt og hjá norræna kyninu, en aðeins nettara
og mýkra, — nefið styttra, og ber ekki eins mikið á hök-
unni. Augun eru móleit eða dökkbrún, augnaráðið glaðlegt.
— hárið er dökkbrúnt eða svart, en annars líkt að gerð og
og á norræna kyninu. Hörundsliturinn er móleitur, varmur og
lifandi, — lítill roði í vöngum.
Austræna kynið er fremur lágvaxið (meðalhæð karlmanna
um 163 cm.), gildvaxið og luralegt. Það er breiðleitt og stutt-
höfðað, höfuðs-mál um 88 að meðaltali, — höfuðlagið hnött-
ótt, hnakkinn stendur lítið út. Ennið er nokkuð hátt, nefið
lágt að ofan og breitt að framan, stutt, — hakan breið, og
ber lítið á henni. Augun eru móleit eða dökkbrún, en augna-