Eimreiðin - 01.07.1931, Side 50
eimreiðin
Draumur —
Mig dreymir nálega á hverri
nóttu.
Nú orðið eru draumar mínir
svipaðir draumum allra annara.
Brot og slitur hugsana, sem ég
hef ekki haft tíma til að koma
saman í heild á daginn, andlit.
sem mig engu skifta, smáklausa
í blaði, sem ég hafði ekki fest
mér í minni vakandi, — þetta
og því um líkt er það, sem
oftast endurtekur sig í draum-
um mínum nú. Og oftast er
draumurinn gleymdur um leið og ég vakna — nú orðið.
En þetta var öðruvísi, þegar ég var barn, — frá tíu til
tólf ára aldrinum og yfir á fullorðinsárin.
Sofandi heilar starfa að líkindum alt af eftir sama lögmáh
— leika með áhrif, sem eftir verða, líkt og spænir og flísar,
að loknu dagsverki. En að draumar mínir voru áður svo alt
öðruvísi, kom víst til af því, að þá þegar bárust mörg áhrif
inn í hug mér. En ég var þá svo mikið barn, að ég ga*
ekkert gert við þau — hafði ekki heldur tíma til að hugsa
um slíkt.
Samið hef ég löngum síðan ég man fyrst eftir mér
langar, undursamlegar frásagnir með furðulegum atburðum-
Eg gerði það systkinum mínum til skemtunar. Og enn
undursamlegri frásagnir samdi ég fyrir mig eina.
Mig rendi þá að vísu ekki grun í, hvað skáldlistin er "
alt þetta sanna og alt þetta sérkennilega í mönnunum og um
mennina. En þá þegar varð ég þess mjög vör í draurnunum-
Það kom sjaldan neitt fyrir mig í þessum draumum. Eg
var aðeins. Vmist var ég stödd í einhverju fögru héraði eða
sveif um mörg héruð, óumræðilega fögur og yndisleg drauma-