Eimreiðin - 01.07.1931, Page 77
EIMREIÐIN
ÞJÓÐIN OG RÍKIÐ
277
tök og í móisögn við sjálf sig. Þjóðarviljinn er ekkert annað
eri vilji gegn vilja, þjóðræðið stríð gegn stríði og þjóðar-
sjálfstæðið aðeins frelsi til að fara í hundana.
Engin þjóð hefur verið raunverulega frjálsari en vér Is-
lendingar höfum verið síðan 1918, — já, og jafnvel síðan
1903, að vér fengum sjálfstjórn. En þetta frelsi höfum vér
aðallega notað til að grafa undan því ríkisskipulagi, sem oss
hafði verið lagt upp í hendurnar, og veikja fjárhagslegt sjálf-
stæði ríkisins út á við.
Spurningin um hina utanaðkomandi nauðsyn á að halda
uPPí ríkisskipulagi svarar sér nú á þá leið, að vér ráðum
hessu ekki lengur sjálfir. Vér höfum þegar í nafni íslenzks
r'his tekist á hendur stórar skuldbindingar út á við, og við
hær verður að standa. Þessvegna verður ríki í landinu að
halda áfram að vera til svo sem ábyrg persóna, sem skuld-
'rnar hvíla á. Geti þjóðin ekki eða vilji hún ekki leggja á sig
aÖ halda uppi ábyrgðarhæfu ríkisvaldi, þá gera aðrir það. Þá
taka lánsherrar landsins við, og ríkið verður útlent í annað
sinn. — Raunverulegt ástand íslenzka ríkisins er nú orðið
sv°. að það er ekki ábyrgðarbært og hlýtur að missa traust
haeði út á við og inn á við. Hér stoðar ekkert þótt ein og
e'n sitjandi stjórn sýni góðan vilja og heiðarlega viðleitni út
lrá sínu sjónarmiði, því að samræmið slitnar og sjónarmiðin
hreytast við hver stjórnarskifti á meðan alt ríkisvaldið er í
höndum þjóðþingsflokka til skiftis og enginn fastur grund-
völlur til fyrir það í ríkisskipulaginu.
Þegar þörfin á sterkri ríkisskipun er athuguð í sambandi
V*Ö afkomu þjóðarinnar og fjárhagsástand, þá er vert að taka
því, að ísland hefur í tvennum efnum mjög varhuga-
Verða sérstöðu:
E Framleiðslan er mjög einhæf og þar af leiðandi miklu
s*opuUi en hjá þjóðum, er stunda fjölbreyttari atvinnu.
2- Ríkisfjárvald (statskapitalisme) er hér orðið tiltölulega
sterkara og áhrifameira en í nokkru ríki hér í álfu að Rúss-
landi undanskildu. Nægir að benda á það hvað umsetning
r'hissjóðs er orðin stór í samanburði við efnahag einstaklinga
°9 að aðal-lánsstofnanirnar eru nú ríkiseign.
Af þessu má sjá, að fjárhagsafkoma þjóðarinnar hvílir á