Eimreiðin - 01.07.1931, Page 78
278
ÞJÓÐIN OG RÍKIÐ
eimheiðin
einum mjóum fæti í mjög óstöðugu jafnvægi. Hið síaukna
fjárvald ríkisins hefur og það i för með sér, að tiltölulega
stór hluti þjóðarinnar á nú afkomu sína að miklu leyti undir
því, hverjir fara með völd í landinu. — Þetta er hættulegra
en menn hafa gert sér ljóst og krefur sterkara, stöðugra,
hagsýnna og réttlátara ríkisvald heldur en alment gerist. Er
sannarlega einkennilegt að svona lagað ástand skuli einmitt
hafa myndast í landi, þar sem ríkisvaldið er veikast.
Þegar bent er á þetta ólag á stjórnskipun vorri, kveður
jafnan við, að það sé ekki betra annarsstaðar. Það er auð-
vitað rétt, að fjöldi ríkja hefur hrasað á þjóðræðisísnum, og
þótt mörg þeirra séu að nafni til sjálfstæð, þá eru þau raun-
verulega aðeins skattlönd annara voldugri ríkja. Meðal fjár-
málamanna, sem þekkja ástand vort, mun ekki ríkja neinn efi
á því, að vér munum lenda sömu leiðina. — En hitt er ekki
rétt, að nokkurt hinna sjálfstæðu ríkja hafi ríkisvald sitt svo
algerlega hangandi í lausu lofti eins og vér. Auðvitað gerir
tízkustefna þjóðræðis og upplausnar alstaðar vart við sig,
öll hin eldri ríki hafa ríkisvald sitt trygt með erfðavenjuW,
konungs- eða forsetavaldi og ríkisþingum, auk þess sem stríðs-
hættan gerir samheldni þeirra enn sterkari.
Það er því styzt frá að segja, að hið nýfengna sjálfstæði
vort stendur og fellur með því, hvort það tekst að ala upp
heilbrigða ríkishugsjón og skapa henni starfandi líffæri í stjórn-
skipulaginu. En það er einkum tvent, sem spáir illa fyrir því,
að oss takist þetta nógu fljótt. Hið fyrra er hin einhliða þjóð-
ræðistrú, sem þjóðinni hefur verið innrætt, og hið síðara og
alvarlegra atriði er hin háðulega þrælkun stjórnmálaflokkanna
á skoðunum og hugsun alls þorra gáfu- og mentamanna í
landinu. — Oháðri hugsun um þjóðmál hefur því miður stór-
lega hrakað síðustu áratugina.
Öllum má nú vera Ijóst hvílík Iífsnauðsyn þjóðinni er a
sterku og stefnuföstu ríkisvaldi í baráttu hennar fyrir viðhaldi
sjálfstæðis síns og í viðskiftunum út á við. — En nauðsyn
þess í þróuninni inn á við er engu minni, svo sem sjá ma,
er eðli ríkisins er athugað.
»Þjóð« og »ríki« eru hugtök, sem iðulega er blandað
saman. í raun og veru eru þau afarólík og að miklu leyh