Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 82
282
ÞJÓÐIN OQ RÍKIÐ
eimreidiN
höfð er því óhjákvæmilegt að takmarka allmikið það þing-
ræði, sem hingað til hefur verið ráðandi. Aftur má fremur
bjarga því við með því að hverfa að hreinni tvídeildarskipun,
þannig, að Neðri deild verði þjóðdeild þingsins, en Efri deild
verði gerð að ríkisdeild með fulltrúum, sem væru þannig
valdir, að þeir yrðu sem óháðastir þjóðdeildinni.
Það er sérstakt verkefni að athuga hvernig hlaða skuli
grundvöllinn undir ríkisvaldið, og skal ekki farið nánar út í
það að sinni. — En allar endurbætur á þessu sviði verða
ónýtar, ef þjóðin vaknar ekki til skilnings á því, að núverandi
stjórnarform, undir alræði flokkanna, hefur þegar kveðið upp
dauðadóm yfir hinu nýfengna sjálfstæði, og þeim dómi verður
fullnægt innan fárra ára, ef ekki er hafist handa. — Það þarf
að koma inn í stjórnmálalíf þjóðarinnar algerlega nýr andi,
ef alt á að fara vel.
Halldór Jónasson.
Málspellsvísur.
„Álit á“ og „tillit til“,
í tali eða riti,
„yfirlit yfir“, „tilraun til“
trauðla er bygt á viti.
Þótt á máli margan brest
megi tíðum skoða,
hugnast mér að heyra verst:
„hafarí" og „voða“.
Landinn ekki Iengur vott
iíðanar nú getur þekt;
allir „hafa það“ ilt eða gott,
og alt er nú jafn-„voða!egt“.
Voða-fallegt, voða-ljótt,
voða-„sætt“ og „ditto“-slæmt,
voða-seint og voða-fljótt,
voða „tossað" eða næmt.
„Verelsin" eru voða-dýr,
voða-„bilIeg“ skemtan mörg,
„kosturinn" voða-„klénn“ og rýr,
þó komi voða-mikil björg.
I gær þótt væru voða-él,
voða-gott er úti’ í dag;
ég bið að heilsa voða-ve!
og voða-„leiðan“ felli brag.
Bjöm í Grafarholti.