Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 102
302
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐIN
látið mér í té blíðu sína, — sennilega af því hún elskaði miS-
Eg hafði engan frið í mínum beinum fyr en ég gat sent henni
peningana og sýnt henni með því, að ég væri ekki siðferði-
lega skuldbundinn henni á nokkurn hátt. — »Þér skuluð ekkert
vera að kinka kolli, eins og til að látast vera mér sammála!*
bætti hann við gremjulegá. >Eg þekki þesskonar kúnstir! Þér
eruð mér sammála inst inni. Ef þér eruð ekki fágæt undan-
tekning, þá eruð þér og aðrir karlmenn alveg sömu skoð-
unar eins og ég var þá. En það er nú sama — fyrirgefið!
Sannleikurinn er sá, að þetta er hræðilegt, hræðilegt, hræðilegt!4
»Hvað er hræðilegt?«
>Þetta hyldýpi villunnar í viðskiftum okkar við konurnar*
Já, herra góður, mér er ómögulegt að tala rólega um þessa
hluti, og það kemur ekki eingöngu til af því, að mig hefur
hent >slys« það, sem náunginn þarna áðan nefndi svo, helduf
af því að þetta »slys« hefur sýnt mér lífið í alt öðru ljósi en
áður — — —«.
Hann kveikti sér í vindlingi. Svo tók hann höndum um
höfuðið, lét olnbogana hvíla á knjám sér og hélt áfram fra'
sögn sinni. Það var nú orðið skuggsýnt, svo að ég gat ekki
séð í andlit honum. En hljómþýð, tilfinningarík rödd hans
náði vel eyrum mínurn í gegnum tilbreytingarlausan lestar-
skarkalann. [Framh.l-