Eimreiðin - 01.07.1931, Side 106
306
RITSJÁ
EIMREIÐIN
ekki hafa átt kost á að kynnast nýjustu skoðunum á þessu sviði annar-
staðar, læsu þessa kafla sér til gagns og ánægju. En ég verð að visu
að játa, að mér hefur ekki unnisf tími til þess að bera þessa kafla svo
vel sem skyldi saman við heimildarrit þau, sem til grundvallar liggja, °8
ég hef heldur ekki getað lesið þá nógu vel til þess að vilja dæma fylh'
lega um þá, enda kynni ég betur við, að það gerðu aðrir, sem mér eru
færari í þeim greinum.
Því miður er ýmislegt í I. og II. kaflanum, sem mjög erfitt er að
gera sig ánægðan með. Lakast held ég þó að maður eigi með að ssetta
sig við þá meðferð, sem afstæðiskenningin, og ýmislegt í sambandi við
hana, hefur orðið fyrir. Eg hygg t. d., að fáir muni skilja tilraun MlC'
helsons af þeirri lýsingu, sem á henni er gefin á bls. 20, þar sem talað
er um að senda ljósgeisla frá „álmunni" C á tilraunaborðinu til miðbiks-
ins O. Það sést hvorki á lýsingunni, hvernig ljósið á að komast frá 0
til speglanna, sem reistir eru f álmunum A og B, né hvað um 1 jósið
verður, þegar það kemur aftur fil O. Það hefði verið betra að geta að-
eins um niðurstöðu tilraunarinnar, heldur en að koma með slíka lýsingu-
Á bls. 23 verður „þráðlaust loftskeyti“ alt í einu að „Ijósmerki" með
hraðann c -j- v, en þar er ekki sagt neitt um það, í hvora áttina jörðm
hreyfist eftir stefnulínu staðanna, og gæti hraði skeytisins því eins verið
c -r- v.
Á bls. 24 stendur: „Til þess að gera grein fyrir legu punkta í rum-
inu notar hann þrjár hnitlínur frá upphafsdepli og til þess staðar, er
punkturinn liggur". Hér er vægast sagt óheppilega að orði komist. Hnh'
línur reiknast vitanlega frá upphafsdepli, en ekki í stefnu til staðarinSr
sem um er að ræða, heldur í stefnu hnitásanna. Það er heldur ekk1
kunnugt, að legið geti nema ein bein lína milli fveggja punkta, en hér
er talað um þrjár.
Það má heita lítið gert úr 19. aldar stærðfræðingunum í ummslurn
um þá í sambandi við jöfnurnar 1 og 2 á bls. 24. Það hefði víst máh
leita lengi að stærðfræðingi, sem hefði „staðið á því fastar en fótunum >
að stærðin (x-hvt)3 -4- y3 -)- z2 -f- c3t3 yrði 0, ef x2 -j- y3 -)- z3 -í- c2t3==:®'
Slikt getur vitanlega ekki orðið nema v eða t sé = 0.
Hér virðist vera ruglað inn í formúlum þeim, sem gilda í aflfrsð111111
við notkun mismunandi hnitkerfa, sem hafa að nokkru sameiginleS311
x-ás og hreyfast innbyr&is með hraðanum v.
Óviðkunnanlegt finst mér að fala um það að „breyfa" einni jöfnu 1
aðra. Hér er átt við það að nota mismunandi hnitkerfi við lýsingu a
vissum atburði.
Málsgreinin neðst á bls. 29 og efst á bls. 30 má heita nokkuð óljós-
Neðar á bls. 30 er talað um að „sníða náttúrulögmál" eftir boglínukerf'-
Mér er spurn: Á nú að vera hægt að „fabrikkera'1 náttúrulögmál ?
Þessi dæmi verða að nægja. Ég skal játa, að margt muni auðveldarn
en það að skrifa svo um afstæðiskenninguna, að þorra manna ver^
hún ljós, þegar farið er út í fjórvítt rúm og annað slíkt, en niéf