Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 118

Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 118
318 RITSJÁ EIMREIDIN bókum sínum skilið sálarlíf hermannanna rétt. Einkum hafi hann gert of mikið úr því, hve nærri þeir hafi tekið sér hernaðinn og manndrápin. Hernaðarsinnarnir, þeir sem enn blása að glæðum hatursins og vilja koma af stað styrjöld að nýju, hvenær sem tækifæri býðst, hafa borið höfundinum á brýn, að hann sé með bókum sínum að veikja hetjuhug æskulýðsins og hlaða veiklyndinu Iofköst. En þetta er auðvitað hin mesta fjarstæða. Bækur Remarques eru aðeins lifandi og sönn Iýsing á ógnum stríðsins, hörmungum þeim, sem hermennirnir urðu að þola, og afleið- ingum þeirra hörmunga á sálarlíf þeirra. Höfundurinn gerir þetta lát- laust, opinskátt og vægðarlaust, án þess að Ieyna lesandann nokkru eða reyna á nokkurn hátt að gylla hernaðinn með fölskum lýsingum á aett- jarðarást og skyldum við föðurlandið. En það er líka einmitt af þessum framangreindu ástæðum, að bækur hans eru þau áhrifamestu sóknarrit gegn hernaðarandanum, sem út hafa komið síðan ófriðnum mikla lauk. ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS 1930-1931. Að þessu sinni flytur Árbók Fornleifafélagsins langa og ítarlega grein eftir Mafthías fornmenjavörð Þórðarson um manngerða hella í Arnessýslu og Rangárvallasýslu. Er hellunum lýst nákvæmlega og fylgja myndir af sumum þeirra. Eins og mörgum mun kunnugt, héldu þeir því fram Brynjólfur heitinn á Minna-Núpi og Einar Benediktsson, að sumir þess- ara manngerðu hella mundu vera til orðnir fyrir landnámstíð. Brynjólfur heitinn á Minna-Núpi taldi líklegt, að sumir hellanna væru eftir papa, munka þá hina írsku, sem hér dvöldust fyrir Iandnámstíð. Ritaði Brynj- ólfur um þetfa á árunum 1902—1905. En haustið 1905 ritar Einar Bene- diktsson um sama efni („Fjallkonan", 6. okt. og 13. okt. 1905') og telur suma hellana gerða af Irum, mörgum öldum áður en norrænir menn fluttust hingað til Iands. Einnig gefur hann í skyn, að hann hafi í einum hellinum fundið rómverskf letur frá 4. öld eftir Krist; á einum stað standi skýrt höggvið S. I. G. IV, sem geti verið skammstafað: „Seculo Jesu Generationis Quarto", o. s. frv. En Matthías Þórðarson gefur þá skýringu, að upphafsstafir þessir muni vera frá 17,—18. öld, sennilega skammstafað mannsnafn. Yfirleitt telur höfundur rök þeirra Brynjólfs frá Minna-Núpi og Einars Benedikfssonar fyrir því, að hellarnir séu til orðnir fyrir Iandnámstíð, harla veigalítil, hellarnir muni vera miklu yngri en það. Auk þessarar ritgerðar flytur Árbókin grein um Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, Iýsingu á Saurbæjarlandi og örnefnum þar, eftir Magnús Thor- lacius, og þrjú bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðs- sonar forseta, með skýringum eftir Matthías Þórðarson. Þá er grein eftir Svein alþm. Ólafsson í Firði: Kirkjulækur, Ásmundarstaðir, Kirkjuból. Eru þar færð rök að því, að jörðin Kirkjuból í Norðfirði muni áður hafa heitið Kirkjulækur. Þjóðsögnin um það, hvernig hinn forni kirkju- staður Norðfjarðar, Ásmundarsfaðir, eyðist og kirkjan flyzt að Skorra- 1) Áriö 1918 ritaöi hann og á dönshu bóh um máliö: >'Thules Beboere-.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.