Eimreiðin - 01.01.1934, Page 22
2
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
Öld allsnægtanna: Véltæknin með offramleiðslu sína annarsvegar og hungur'
dauðinn hinsvegar horfast í augu og læsa heljarldóm sínum um hnöttinn.
[Skopteikning, eftir Denis Tegetmeier, af núverandi ásigkomulagi heimsins.
Teikningin var fyrst birt í »Time and Tide«, Lundúnum].
dæmi til í sögunni, hefur skortur og örbirgð ekki minkað að
sama skapi. Flestar þjóðir eru í vandræðum með að koma
framleiðslu sinni allri í verð. Þær beita allskonar brögðum.
reisa háa tollmúra til að bægja frá sér erlendum keppinaut-
um, leggja allskonar hömlur á frelsi þegna sinna og keppas*
um að hervæðast sem bezt, til þess að geta varið hagsmum
sína, ef á þarf að halda. Örbirgð nútímans stafar ekki af
skorti, heldur af skipulagslausri dreifingu auðsins og barátt-
unni um hann. Þó að þeir tímar, sem vér lifum á, sé öld
allsnægtanna, fremur en nokkurt annað tímabil, sem yt*r
þenna hnött hefur komið, þá er það samt sem áður hunguf'
dauðinn annarsvegar og offramleiðslan hinsvegar, sem heldur
jörðinni í heljargreipum. Lýsingin, í bókinni eftir Wells.