Eimreiðin - 01.01.1934, Side 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
En endurvakning er í vændum, ekki aðeins í bókmentum
og listum, heldur og í þjóðfélagsmálum. Eins og svo oft áður
E d eru það fyrst í stað aðeins fáeinir samtíðar-
. . " menn með ímvndunarafli, skáld, rithöfundar og
í vændum. spámenn, sem segja endurvakninguna fyrir os
boða hana með þeirri andagift, sem ætíð er
einkenni frjálsrar hugsunar og djarfrar. Öld allsnægtanna mun
renna upp í raun og sannleika. Hún mun renna upp fyr'r
störf þeirra sem eiga gleði og fögnuð í huga, sem enn eru
gæddir samúð, hjálpfýsi og hugrekki, sem enn eiga trú a
lífið. Upp úr deiglu mannlegra þjáninga rís ný og bjartari
veröld, menn með von og menn með trú. Draumóramaður-
inn H. G. Wells ver löngu máli í bók sinni til að rökstyði3
það, hvernig þetta megi verða í einstökum atriðum. Fyrsta
ráðstefnan til undirbúnings hinu nýja ríki kemur saman i
Basra árið 1965. Sú ráðstefna hefur fest til fulls sjónir á
þeirri hugsjón, sem Þjóðabandalagið aðeins eygði óljóst i
byrjun aldarinnar. En það er hugsjónin um eitt allsherjarríki
á jörðunni, með einni yfirstjórn. Á þessari ráðstefnu eiga saeti
menn frá mörgum þjóðum. Þar á meðal eru tveir fulltrúar
frá íslandi. Þeir eru báðir skólakennarar í þjóðfélagslegi-*
sálarfræði. Á þessari ráðstefnu er lagður grundvöllurinn að
heimsríkinu. En til fulls er það ekki komið á laggirnar fyr en
árið 2059. Svo nákvæmur er Wells í draumum sínum.
* *
*
Heimsríkið er árangur af árþúsunda langri baráttu mann-
kynsins. Mannkynið er nú alt orðið samræm heild. íbúar
„ . „.. jarðarinnar eru þá orðnir um 2500 miljónir-
Hver einstaklingur fær ohindrað að nota hæti'
leika sína til að prófa og læra, til að varðveita lífið í þess
fegurstu mynd. Hin dulræna kenning Páls postula, um að vér
séum allir limir sama líkama, lýsir bezt hinu nýja ríki. Orð
hans í I. Kor. 12, 27, — þér eruð líkami Krists og limir hver
fyrir sig, — eru þá orðin að veruleik. Meðvitundin um einstakl-
ingseðli vort og ólík einkenni gerir aðeins heildarstarfið enn
affarasælla. Því einstaklingseðlið heldur ætíð áfram og styrk-
ist. Vér höldum áfram að starfa, hugsa, rannsaka, rökræða,