Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 28
EIMREIÐIN
ísland 1933.
(Stutt yfirlit).
Árið 1933 var veðurlag mjög milt vegna yfirgnæfandi
sunnanáttar. Umhleypingasamt var fyrst á árinu, en vorið hlýtt
og grastíð góð. Sumarið var votviðrasamt sunnan lands, en
þurkasamt norðan og austan. Mælingar á sjávarhita undir
haustið leiddu í ljós að sjórinn var um 2 stigum hlýrri en
undanfarið, og spáði það hlýjum vetri. Enda reyndist vetur-
inn fram að áramótum með hlýjasta móti og afbrigða snjó-
léttur. í dezember var meðalhitinn í Reykjavík 5,2 stig eða
nær 6 stig yfir meðalhita þess mánaðar. Þótti erlendum blöð-
um, sem von var, tíðindum sæta að blóm höfðu sprungið út
norðanvert á íslandi fyrir jólin, en þá voru frosthörkur víðast
á meginlandinu. Sunnanlands var frá því um vorið vindasamt
og sólarlítið og gæftir á sjó stopular, en fé hefur víðast gengið
úti sjálfala fram eftir vetrinum.
Fiskaflinn varð lítið minni en árið 1930, þegar hann varð mest-
ur. Hér er samanburður á saltfisksframleiðslu fjögra síðustu ára
Árið 1933: 68.630 þur tonn
— 1932: 56.372 — —
— 1931: 64.654 — —
— 1930: 70.574 — —
Fiskverzlunin, sem komin var í mestu óreiðu, komst í fast-
ara horf á árinu fyrir samtök fiskframleiðenda, er gengu >
sölubandalag undir forustu hinnar svonefndu Fisksölunefndar.
Síðan hefur fiskverðið verið stöðugt.
ísfiskssalan varð í rýrara lagi. Einkum var verðið lágt 1
dezember. Samtals voru veiðiferðirnar 180 og salan til jafn-
aðar 934 sterlingspund í ferð. Árið 1932 voru ferðirnar 194
á £ 1013. Árið 1931 var meðalsala í ferð £ 1016, en árið
1930 aðeins £ 922.
Síldaraflinn hefur síðustu fjögur árin verið sem hér segir: