Eimreiðin - 01.01.1934, Page 35
E1MRE]£)]^j
ÞÝTUR í SKÓGINUM
15
En — hvað er þetta ? Hvar er hún? Hún horfir inn í
óhunna veröld, fulla af dásemdum, fegurri en hún hefur
^okkru sinni hugsað sér höll Aladdíns, þúsund sinnum dýrð-
e9ri en töfrar skógarins. — Varir þetta eitt augnablik eða
eilífð? Hún veit það ekki. Hún áttar sig ekki að fullu, fyr
en þeir þeysa úr hlaði, fram dalinn, í faðm fjallanna.
~~ ~ — Mörg ár eru liðin. Bóndadóttirin er gift og býr
a feðraleifð sinni. Börnin hennar eru mörg, þau eldri trítla á
eltir henni, þau yngstu ber hún sitt á hvorum handlegg. Hún
er 9óð móðir og umhyggjusöm eiginkona, ekki vantar það.
Cn enn þá man hún eftir ókunna manninum, sem allra
®nóggvast hafði komið á heimili hennar sem gestur, júní-
kvöldið góða, þegar hún var ung.
Hún veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn, hún hefur
aldrei séð hann síðan.
En enn þá kemur það fyrir, að hún bregður hönd yfir augu
°9 horfir vestur yfir hliðar og grundir á ylhlýjum vorkvöldum,
^egar þýtur í skóginum. Vigdís frá Fitjum.
Sumarregn.
Dauðþyrst mold í djúpum teigum
drekkur svala regnsins veig,
líkt og sálin sjúka fagnar
sól, er upp af djúpi steig.
Skrælnuð foldin, föl á vanga,
finnur hýrna bleika kinn;
brosa, lauguð björtum straumum,
blóm, er hræddust dauða sinn.
Grænka lundir, glitra engi,
gleðjast smæstu strá á jörð.
Skógareikur hendur hefja
himni mót, í þakkargjörð.
Richard Beck.