Eimreiðin - 01.01.1934, Page 38
18
Á TÍMAMÓTUM
eimreiðiN
sómamenn og ráðsnillingar! Þarna hafa þeir unnið hvert af-
rekið á fætur öðru: eflt og aukið bæinn, stutt atvinnuvegina,
hjálpað fátækum og ónýtt öll vélabrögð djöfulsins, o: hinna
flokkanna.
Það er ekki gott að vita, hvaða ályktanir áheyrendur hafa
dregið af öllum þessum gífuryrtu ræðum. En eitt hefur öll'
um verið ljóst, að hér var ekki alt með feldu, að hér hlaut
að vera miklu logið. Okunnugir hefðu mátt halda, að flestir
ræðumennirnir væru hraðlýgnustu mennirnir á landinu.
Stendur ekki skrifað (Finer): >Við kosningar er aðeins einn
hlutur óþarfur — sannleikurinn!«
Þá hefur og annað borist mönnum til eyrna: öll loforðin-
Flokkarnir koma svo sem ekki tómhentir í ræðustólinn. Allif
hafa þeir með sér nægtahorn Pandóru og hella allsnægtum
yfir ríka og fátæka. Hver um sig hefur athugað vandlega
hvers kjósendur myndu helzt óska sér, og öllu slíku er lofað
hátt og dýrt. Hver flokkur hefur margar miljónir, ekki í vas-
anum, heldur í munninum, svo allir fá eitthvað. Það á að
kaupa heilan skipaflota, efla iðnað, leggja vatnsveitu, virkja
Sogið, byggja yfir alla, sem skortir húsnæði, leggja götur, prýða
bæinn, byggja sundhöll o. fl. Og svo eiga allir að fá hátt kaup-
En ofan á alt þetta bætist sú gleðifrétt, að séð verði fyr>r
góðum fjárhag, svo skattar verði ekki lengur mældir á ófriðar-
mælikvarða.
Og það er eins og flokkarnir ætli að gefa kjósendum alt
þetta úr sínum vasa. Galdurinn er ekki annar en að kjósa
þann rétta »lista«. — »Þá mun alt þetta veitast yður«.
Hver borgar? ^'9* að s'ður kynni einhverjum vantrúuðum
að detta í hug, að hér fylgdi böggull skamm-
rifí, að Reykvikingum væri ætlað að borga allar þessar fram-
farir og allar miljónirnar, sem til þeirra ganga.
Þá verða öll loforðin í fám orðum þessi: Eg skal eyða, —
þið skuluð borga!
Hann kynni og að spyrja, hvort Reykvíkingar hafi, á þess-
um tímum, efni til þess að snara út miljónum til nýrra fyrir-
tækja, misjafnlega álitlegra, hvort lýgnu mönnunum sé betur
trúandi til þess að fara með féð og framkvæmdirnar en
borgurunum sjálfum.