Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 52
32
Á TÍMAMÓTUM
EIMREIÐIN
Ekki mun þetta algild regla, en sannspár varð Aristoteles
i þetta sinn. Það var einmitt einræði og harðstjórn, sem tók
við. Mest kvað að þessu í Rússlandi, en annars misjafnlega
mikið eftir því hvert landið var. Aðalstefnan var hvarvetna
hin sama: að auka vald ríkisins og rýra einstaklingsfrelsið,
en í öðru lagi að hefta frjálsa samkepni i verzlun og við-
skiftum. Nú átti ríkið að skipuleggja flest og hafa nefið 1
hvers manns koppi. Hér var því að ræða um hið rammasta
afturhald (conservativismus), sem náði hámarki í Rússlandi.
Þar varð ríkið eini atvinnurekandinn og eini húsbóndinn, sem
réði kaupi og kjörum allra. Þjóðin varð að ríkisþrælum.
Vmsa kosti hafði þó nýja skipulagið. í Rússlandi spratt
t. d. upp stóriðnaður á skömmum tíma, nýjar borgir risu upp
þar, sem engar voru áður, og alþýðumentun var stórum bætt.
Þessari miklu starfsemi var og það að þakka, að lítið hefur
borið á atvinnuleysi. — Á Ítalíu hafa framkvæmdirnar verið
engu minni tiltölulega, þó að eignarréttur hafi haldist og stétta-
skifting. Flóar hafa verið þurkaðir og ræktaðir, nýbýli og
sveitaþorp hafa þotið upp, iðnaður aukist og borgir blómg-
ast, fjárhagur hefur batnað og vegur landsins aukist stórum-
— Mikið hefur og verið aðhafst í Portúgal, fjárhagur batnað,
sveitabúskapur o. fl. — Á Þýzkalandi hefur flest gerbreyzt
síðan Hitler tók við völdum. Flokkabaráttan er horfin, smá-
ríkin orðin að einni heild, og þjóðin stendur sem einn maður,
en atvinnuleysi hefur minkað stórum. Hefur þar skipast margt
á skömmum tíma. — Mikið hefur og Roosevelt Bandaríkja-
forseti hafst að, síðan hann tók við völdum, og nýtur enn
fylsta trausts þjóðarinnar.
Þó ekki séu fleiri dæmi talin, þá má með sanni segja, að
reyndin hafi orðið lík og í fornöld: að fámennisstjórn er allra
stjórna sterkust og starfsömust, ef sæmilegir menn standa við
stýrið, enda hægra að taka öll ráð hjá sjálfum sér, en að
sækja þau til sundurlyndra og seinfærra þinga eða fákunn-
andi kjósenda.
Við alt þetta umrót í þjóðfélögunum spratt og upp nýr
hugsunarháttur. Áður hafði kommúnismi og sósíalismi náð
mikilli útbreiðslu í löndunum, og Rússland reyndi síðan að
koma þessari hugsjón í framkvæmd. Var þá viðbúið að fleir1