Eimreiðin - 01.01.1934, Side 55
EIMREIÐIN
Á TÍMAMÓTUM
35
allir bera lotningu fyrir, — þjóðhöfðinginn. Á Þýzkalandi líta
allir upp til Hindenburgs, á Ítalíu til Mussolinis, svo ekki sé
talað um Mustafa Kemal, sem er orðinn nokkurskonar þjóðar-
dýrlingur Tyrkja. Það er eins og þjóðunum sé það jafn
nauðsynlegt að hafa þjóðhöfðingja, sem þær beri traust til,
eins og stórum her að hafa hershöfðingja, og »aumur er
höfuðlaus her«. Jafnvel endurminningin um góðan foringja
9etur lengi verið Ijós á vegum þjóða, og enn lifir ]ón Sig-
nrðsson í hugum íslendinga. Konunghollir voru og forfeður
v°rir, þótt einurð hefðu þeir líka á að segja konungum til
sYndanna. Svo hefur þetta verið um allar germanskar þjóðir,
°9 goðarnir í íslenzka lýðveldinu komu í stað konunga.
Svo kvað Bjarni Thorarensen:
Kongsþrælar íslenzkir aldregi voru,
enn siður skrílþrælar, Iyndi með tvenn.
Ætíð þeir héldu þá eiða þeir sóru,
og ágætir þóttu þvi konungamenn.
Þannig hefur norrænn hugsunarháttur verið, þangað til
^eðalmenska þingstjórnanna spilti honum. Einhvern foringja
barf hvert þjóðfélag að hafa, einhvern fulltrúa, sem hafinn sé
Yfir flokka og dægurþras, hvort sem hann ber konungsnafn
eða ekki. Það skiftir engu.
Margir hafa þá trú, að einræðisstjórn sé illa farin, er for-
In9Íans missir við. Þá séu allir óviðbúnir að setjast í sæti
hans og hætt við deilum um það. Þessa eru mörg dæmi, og
s*endur þingstjórn öllu betur að vígi að þessu leyti. Þó varð
^ússum ekki ráðafátt við fráfall Lenins, og Þjóðverjar hafa
ttitler, ef Hindenburgs missir við. ítalir hafa og allvel séð
tyrir eftirmanni Mussolinis. Ókleift ætti það ekki að vera
að tryggja á lagalegan hátt, að foringjasætið sé allvel skipað.
Ef til vill styðst sú mótbára gegn einræði við betri rök,
að þingræði opni öllum hæfileikamönnum þjóðarinnar aðgang
t'| vegs og valda, tryggi það, að úrvalsmenn geti komist á
^'n9 og í stjórn. Víst er um það, að í öllum stéttum spretta
UPP við og við ágætismenn, stundum í hreysum kotunganna,
°9 erfitt verður fyrir þjóðhöfðingjann að þekkja þá og leita
uppi. Slíkt ætti að vera auðveldara við almennar kosn-
ln9ar. Þó hefur þingræðið brugðist vonum manna að þessu