Eimreiðin - 01.01.1934, Qupperneq 56
36
Á TÍMAMÓTUM
eimreiðiN
leyti. Jafnvel J. S. Mill kvartar undan því, að >þeir einir nái
kosningu, sem megi sín mikils í kjördæminu, þeir sem geti
ótæpt mútað kjósendum og þeir, sem flokksstjórnir styðji og
telji örugga flokksmenn*. Nú kveður miklu meira að þessu
og þvílíku en á dögum Mills, og nú kvarta Englendingar
undan því, að sífelt sé erfiðara og erfiðara að fá úrvalsmenn
til þess að takast þingmensku á höndur. Það er því vafasamt
hvort þingræðið stendur hér betur að vígi en annað stjórnar-
far, þó svo virðist við fyrsta álit.
Það er bæði gömul og ný reynzla, að bæði lýðstjórn og
einræðisstjórn hafa sína einkennilegu kosti og Iesti. Qallarnii'
valda því, að hvorugt skipulagið þrífst til lengdar, nema ágætir
menn standi við stýrið. Ef von á að vera til þess, að betra
skipulag komist á, þá þyrfti það að sameina kosti beggja, en
hafa sem fæst af göllum þeirra.
Slíku skipulagi verður lýst síðar.
Til lesendanna.
Þriðji og síðasti þáttur ritgerðarinnar >Á tímamótum* mun
birtast í næsta hefti Eimreiðarinnar. Um þjóðfélagsmál er nú
meira rætt og ritað en flest mál önnur. Guðmundur prófessor
Hannesson gagnrýnir í þessari ritgerð sinni, núverandi skipu-
Iag og hygst að benda á nýtt, áður henni lýkur. Flestir eða
allir munu vera höf. sammála um, að ástandið í þjóðfélags-
málunum sé lítt viðunandi eins og er. En hinu má gera ráð
fyrir, að Iesendur verði skiftrar skoðunar um leiðirnar til
endurbóta. — Eimreiðin tekur við stuttum, rökstuddum at-
hugasemdum og umsögnum við þessa ritgerð og efni það.
sem þar er rætt, og veitir þeim rúm í /?aí/c/a-bálki sínuæ
eftir því sem ástæður leyfa. En sendið athugasemdir yðar i
svo stuttu máli sem mögulegt er. Ritstj.