Eimreiðin - 01.01.1934, Qupperneq 66
EIMRElÐ11*
Makrokosmos.
Ein þeirra kenninga, sem varðveizt hefur um aldir, er
kenningin um mikrokosmos og makrokosmosJ). Meðan su
skoðun var ríkjandi, að sólin væri miðdepill alheimsins, hugS'
uðu menn sér hann sem lifandi veru, hinn stóra heim, makrO'
kosmos, en manninn sem hliðstæða smáveru, mikrokosmoSr
fyrirbrigði, sem ætti sér samsvörun í fyrirbrigðum, sem ger^'
ust í sólkerfinu fyrir utan. Eftir að Kopernikus kollvarpa^1
hinni ptolemæisku heimsskoðun, hvarf einnig hugmyndin um
mikrokosmos og makrokosmos annarsstaðar en í dulfræð*'
kerfum ýmsum, þar sem hún er til enn þann dag í dag.
Hér er ekki ætlunin að gera nokkra tilraun til að skýra
kenninguna um makrokosmos eins og hún hefur varðveizt fra
liðnum öldum, heldur í sem styztu máli að reyna að gera grein fyr,r
makrokosmos, eins og hann lítur út í dag, samkvæmt því sen1
vísindin, en ekki dulfræðikenningar, skýra oss frá, en um lel^
geta um tiltölulega nýja og jafnframt merkilega kenningu un1
möguleikana fyrir vitsmunasambandi milli hnatta, eins og hutl
kemur fram í nýútkominni bók eftir heimsfrægan hugvitsma1111
og vélfræðing í Bandaríkjunum, Hiram Percy Maxim, forseP
Alþjóðasambands áhugamanna í útvarpsfræðum (Internatior>al
Amateur Radio Union). Bókin heitir Life’s Place in the Cosm°s
(Staða lífsins í alheiminum) og kom út í sumar sem leið.
»Maðurinn er æðsta skepna jarðarinnar og herra hennar
undir yfirstjórn Guðs*. Þessi setning úr barnalærdómskverinu
gæti staðið sem nokkurn veginn algild lýsing á því mati, sen1
vér mennirnir höfum lagt á oss sjálfa og hlutverk vort í
verunni. Guðfræði og heimspeki liðinna alda staðfesta þet,a
mat svo að segja ætíð og alstaðar, og vísindi vorra t1ITia
1) Qrísku orðin mikrokosmos og makrokosmos eru samselt orð, 111
fyrra úr lýsingarorðinu nay.oóg, þ. e. Iangur, hár, fjarlægur, og nafnor
inu y.óa/w;, þ. e. kerfisbundin veröld, heimur, hið síðara úr /<‘>te0'’
þ. e. smár, og y.óa/ws.