Eimreiðin - 01.01.1934, Side 70
50
MAKROKOSMOS
EIMREIÐIN
svo mörg áreiðanleg vitni að hinum furðulegu virkjum á Marz,
að ekki verður um vilst. Honum farast svo orð, að hann se
sannfærður um að skurðirnir á Marz séu veruleiki, en seu
þeir gerðir af lifandi verum, þá sé í fyrsta sinn fengin sönnun
fyrir því, að vitsmunaverur lifi á öðrum hnöttum.
En hvernig eru nú lífsskilyrðin á Marz, eða hvað vitum uér
um þau? Þar er fyrst og fremst gufuhvolf, sem nær um 1°^
kílómetra út frá yfirborðinu. Það er samsett af köfnunarefm
og súrefni og er því eitthvað svipað eins og loftið hér á jðrð'
unni. Loftþyngdin á Marz er svipuð eins og á Mount Everest,
hæsta tindi jarðarinnar. Súrefnið í loftinu á Marz er um
15°/o af því, sem er hjá oss. Loftslag er kaldara þar en hér,
enda er Marz lengra frá sólu en jörðin. Hitinn við miðjarð-
arlínu þar er um 15 stig að meðaltali um hádaginn. Daguf
inn á Marz er 24 kl.st. og 37 mín. eða rúml. jafnlangur og
dagurinn á jörðunni. Árið þar er 22 mánuðir eða næstum
helmingi lengra en hér. Snjór virðist liggja alt árið umhverfis
pólana á Marz. Breytingar verða á yfirborðinu eftir árstíðum-
Dökku svæðin stækka að vorinu og verða stærst að sumf'
inu, minka að haustinu. Hér virðist um yfirborðsbreytingu að
ræða, sem stafar af vaxandi og minkandi gróðri. Vatn er
lítið á Marz, og þess hefur verið getið til, að skurðirnir seu
áveituskurðir, til að leiða vatnið frá pólhéruðunum á þurlendið
og vökva það, svo að gróður fái þrifist. Sé þetta svo, er her
um stórfeldari mannvirki að ræða en öll verkfræðikunnátta
vor jarðarbúa gæti til leiðar komið. Lífið á Marz hlýtur að
vera hundruðum árþúsunda eldra en á jörðunni. Vér þekkl'
um ekkert sem ósannar það, að líf sé á Marz og það bæði
fullkomnara, þroskaðra og lengra komið á öllum sviðum en
hér. Maxim telur hugsanlegt, að Marzbúar hafi um margr3
alda skeið fylgst með oss jarðarbúum, sent oss skeyti þó að
vér höfum ekki skilið, — og voni staðfastlega að einhvern-
tíma renni upp sá dagur, að vér verðum nægilega viti bornir
til að geta tekið við skeytum þeirra og skilið þau. ]afnvel
þótt hér sé aðeins um tilgátu að ræða, og því geti brugðið
til beggja vona um það, hve þessi tilgáta sé rétt, þá megun1
vér ekki gleyma því, að þetta sólkerfi vort er aðeins eins og
sandkorn á sjávarströnd, þar sem miljónir miljóna sólna eru