Eimreiðin - 01.01.1934, Síða 72
52
MAKROKOSMOS
EIMREIÐIN
til utan vors sólkerfis, samkvæmt þeirri þekkingu, sem nú er
fengin á alheiminum. Það væri fásinna að ætla, að líf vær*
hvergi að finna á öllum þessum bólum utan við vora jorð.
Aætlað er að um 100 000 miljónir sólna séu í vetrarbrautinni,
og sú sólin í henni, sem næst er vorri, er um 4J/4 ljósár i
burtu. Það væri næsta ólíklegt, ef engin þessara sólna hefði
um sig reikistjörnur nema vor eigin sól, og þá jafn-ólíklegt
að hvergi hefði myndast líf á neinni þeirra reikistjarna nema
aðeins á þessari jörð.
Það eru nú um tvö hundruð ár síðan stjörnufræðingurinn
Herschel kom fram með þá kenningu, að til mundu vera
fleiri vetrarbrautir eða sólnahöf en sú vetrarbraut, sem ver
sjáum. Það hefur nú verið sannað með hinum fuIIkomnU
tækjum, sem stjörnufræðingarnir eiga yfir að ráða, að þessi
kenning Herschels er rétt. Það er til fjöldi af vetrarbrautum
eða sólnahöfum í geimnum. Stjörnufræðingar kalla þær stjörnu-
þokur /Nebulaej og merkja þær með stöfum til aðgreiningar
hverjar frá öðrum. Ljósmyndir hafa verið teknar af þeim
fjarlægðir þeirra mældar, fjarlægðir, sem eru svo miklar, að
enga hugmynd er hægt að gera sér um þær í raun og veru.
Andromedu-stjörnuþokan (M 31), sem hefur verið athuguð
mjög ítarlega frá stjörnuturninum á Mount Wilson og ljóS'
mynduð þaðan, er t. d. talin að vera í einnar miljónar ljós'
ára fjarlægð. Á Mount Wilson er stærsti stjörnukíkir sem tú
er, þvermál sjónglersins er 100 þuml. En nú er Carnegie'
stofnunin í Washington að láta reisa þar annan stjörnukíki.
helmingi stærri eða 200 þuml., og vænta stjörnufræðingar sef
mikils af. Ef fjarlægð Andromedu-þokunnar er rétt, þá er
þvermál hennar um 30.000 ljósár, og með Iitsjárkönnun hefur
verið sýnt, að þokan er óskaplegur fjöldi aðgreindra sólna.
þó að vér jarðarbúar getum ekki greint þær með berum
augum.
Stjörnugeimurinn vekur hjá oss undrun og lotningu fyrir
■skapara þessarar óendanlega hrikalegu og voldugu byggingar’
■og um leið getum vér ekki varist því, að fyllast fögnuði yfir
því að vita oss eiga vonina um að geta með tímanum skygnst
nánar yfir í þennan >annan heim«, sem nú er oss því nær
með öllu lokaður. Maðurinn er, svo ég noti orð Maxims.