Eimreiðin - 01.01.1934, Síða 104
84
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIÐIN
>Það er nú meira en eitt, ef vel er leitað*, mælti Höski
gamli. »En það síðasta markverða var nú það, að hann Jakob
úr Garði skaut hann Ivar frá Ruðningi hérna um árið«.
»Var það hérna?* spurði Lárus verkstjóri, sýnilega for-
viða. »Ég hef alt af haldið, að það hefði verið í kofunum
austur á Etnadals-hálsunum. Það hefur þá svei mér verið
spölurinn að drasla líkinu alla leið héðan og austur að Skarfa-
steini*.
»Ojæja. Það vinst nú samt. Vetrarnóttin er löng, og fáför-
ult hér um slóðir. En Kobbi var nú seigur í þá daga, skal
ég segja þér Lárus. Þið heyrðuð hve fast hann spyrnti í
éð?n, þegar hann arkaði af stað með dráttinn!«
Við litum á Höska gamla hálf-hissa.
»]ú, sjáið þið til. Svona hefur það nú gengið til nóttina þá-
ívar hefur komið að austan og ætlað að nátta hérna í kof-
anum. En hér sat Kobbi fyrir honum og beið hans. Og um
leið og ívar kom að dyrunum, hefur Kobbi rifið upp hurðina
og sett byssuna beint í skallann á honum. — Það er því eis1
furða, þótt hún færi inn úr kúlan sú! Svo hefur hann lagt
skrokkinn á litla skíðasleðann sinn og dröslað honum all®
leið austur að Skarfasteini. En sleðinn hans Kobba var svo
lítill, að fæturnir á ívari hafa eflaust dregist í snjónum °3
líklega hendurnar líka. Þið heyrðuð þetta á hljóðinu áðan.
Það var sem sé þrennskonar hljóð: Fótatakið hans Kobba,
urgið í sleðameiðunum, — og svo þetta hitt, — og það er
nú það óskemtilegasta af þessu öllu saman«.
Höski gamli þagnaði og brá einkennilegum svip á andlit
honum.
»í fyrsta sinni sem ég heyrði þetta sama, var eins og klaka-
Iröggli væri stungið niður á milli herðanna á mér. Og mer
er þó ekki vant að verða hverft við lítilræði. Og ekki er e9
myrkfælinn. — Ég var hér einsamall í kofanum að næturlagi
eins og oftar, bæði fyr og síðar. Maður venst þessu eins og
öðru. Svo hættir maður að skifta sér af því og lætur þa^
fara sinna ferða. Ojæja, það gerir maður fyrir sann«.
Höski gamli þagði stundarkorn og tottaði pípu sína. ^ið
vissum, að nú var hann að komast »á strik« með frásögn
sína og biðum því rólegir.