Eimreiðin - 01.04.1934, Page 18
114
EIHREIÍ)lfí
LJÓÐ
Hann bíður mín þar, ég beið hans hér
og bíð í ró.
Ég ætla mjallhvít að mæta þér.
Gling-----------gling —---------gló.
Ó, hvað mig langar. —
(1908)
Hann grætur í einrúmi, en ef hún er við
verða’ orðin á vörum hans fangar.
Hún kætist í fjölmenni', að fjörlyndra sið,
hún fýsist þangað, og sé einhver bið
er óþreyjan komin á aðra hlið:
O, hvað mig langar. —
Sem dáblóm er ást hans — ef dísin hans sést
það daprast og lengur ei angar.
Hann þjáist — því hún er í hóp sínum mest.
Svo heitist hún þeim, sem danzar bezt.
En óljós þrá er við ást hennar fest:
0, hvað mig langar. —
Og tíu árum síðar sjást þau. Þá
eru sorgmerktir beggja vangar.
Hann sigrandi hrindir upp hurðum á
þeim húsum, er óloft og mollur þjá.
En hennar hús leit hann aldrei á.
— 0, hvað mig langar.
Spunakonan.
(1911)
I jarðbrjóstin rennur regnið vægt,
og rósbörnin sjúga í sig þrótt.
Rökkrið er brumað, og hægt og hægt
úr húmknappnum útsprungin rauða-nótt.
Nú smá-þagnar rokksins bí-bí-og-blaka,
þeir blunda sem vaka, þeir þegja sem kvaka
og það gerir hljóðið svo hljótt.