Eimreiðin - 01.04.1934, Page 19
E’MRE1ÐIN
LJÓÐ
Mín örlaga-nótt! Ég þekki þig!
Og það eftir sextán ár!
Þá var það, hann kom og kvaddi mig:
hann kraup mér að skauti — ég strauk hans hár.
Æfi/angt gat ég lagt ást hans í hlekki,
ég átti vald, sem ég notaði ekki:
innibyrgð, ógrátin tár.
Hafið þið séð hvernig sælan er lit?
þá sáuð þið augun hans.
fieyrt varir gefa’ orðunum vængjaþyt,
veikt eða sterkt: það var röddin hans.
Og Iíkt eins og hvítbráðið steypustálið,
sem storknar við deigluna’, ef slökt er bálið,
svo fundust mér faðmlögin hans.
Ég hef elskað mig fríða við andlit hans,
ég hef elskað svo loftið varð heitt.
Mitt fótmál var létt, eins og fótmál í danz,
mér fanst það alt heilt, sem var áður meitt.
Mér fanst það alt glatt, sem var grátið áður,
og gildi heimsins var meira en áður:
að elska var lífið eitt.
Það ástarlíf varð honum lifandi lind,
sem Iist hans drakk kraft sinn úr.
Og ég sá hann hefja sig tind af tind,
sem taminn örn hefði sprengt sitt búr.
Ég hét, að ég skyldi’ ekki hefta’ honum framann
við hétum að eiga’ okkar forlög saman,
hvort þau yrðu sæt eða súr.
Þá var það einn dag, að hann hermdi það heit:
ég hefti’ ekki frama sinn.
»Það eru’ ekki svik við þig,“ sagði hann, „ég veit,
að sæld mín er lögð undir úrskurð þinn.
En trygðin við lífstarf mitt heimtar mig héðan,
og hvort annars trygðir við reynum á meðan.
Og svo skal það sjást hvort ég vinn.“