Eimreiðin - 01.04.1934, Page 20
116
EIMREIÐipI
L]ÓÐ
Eg grét ekki, bað ekki — bara fann
hve brjóst mitt varð þröngt um stund.
Og síðan hvern dag ég sat og spann. —
I svefni bar við, að hann kæmi’ á minn fund . . ■
Nú stendur hann hæst upp á hæð sinnar frægðar,
en hjarta mitt kunni’ ekki að biðjast vægðar
og berst nú með ólifisund.
Snúrurnar hrökkva: Snældan er full,
og snurðulaust alt sem ég spann.
Þeir kalla það ull, en glóandi gull
úr greip minni rann — það var alt fyrir hann,
sem hóf mitt líf upp í hærra veldi
og hjarta mitt ungrar varði með eldi,
sem alla æfina brann.
Ég orka’ ekki meir, enda þarf ekki það,
á þráðnum er hvergi gróm.
Ef blóðugur er hann á einum stað,
er orsökin sú að hann spanst inn í góm.
Því þar var hnútur, sem þurfti að renna,
og þá var sem ég fann hold mitt brenna —
og skildi minn skapadóm.
Þú vitjar mín aftur, mín örlaga-nótt!
með allan þinn minninga-fans.
Líð þú væg yfir rósbörnin, væg yfir drótt,
ber þú vísdóm hjartans til konu og manns!
Velkomin nótt! Eg fer nakin í háttinn,
því nú hef ég spunnið sterkasta þáttinn
í hamingjuþræðinum hans.
A