Eimreiðin - 01.04.1934, Side 46
142
Á TÍMAMÓTUM
EIMREI»iN
Lands-
stjórnin.
Þannig töldu þeir goðorð vera einkaréttindi goðans. Það ga*
ekki einungis gengið að erfðum, heldur mátti og selja þa^-
Þetta varð til þess að goðorðin komust síðar á fáar hendur,
og alt endaði í innanlandsstyrjöld Sturlunga-aldarinnar
hruni lýðveldisins. Nú er öldin önnur, og ekkert væri auð-
veldara en að sjá við þessu. Framkvæmdavald var og Kti8
hjá forfeðrum vorum, en nú ætti ekki að vera hætta á slíku1)-
Ef vér nú viljum athuga þetta forna stjórnarfar nánar, er
á tvent að líta: hversu það stóð að vígi með alla landsstjóru<
og hinsvegar hver réttindi almenningur hafði. Fyrri hliðin vissi
einkum að goðunum, störfum þeirra og stjórn landsins, en h,n
að öllum landslýð, daglegu lifi hans og réttindum.
Fyrst má þá líta á sjálfa goðana, hina sjálf'
kjörnu þingmenn þjóðarinnar. Aldrei hefur neiu
þjóð skipað þing sitt glæsilegri mönnum en þe,r
voru, eftir því sem um var að gera hér á landi. Þeir vorU
ættgöfgir höfðingjar, en þá vildu menn ekki öðrum lúta en
ættgöfgum mönnum (Ól. Lárusson). í raun og veru svöruðu
þeir til smákonunga í Noregi, þó að hér lifðu þeir sem aðrir
bændur og við lík kjör og allur almenningur. Qoða tiðn
fengu þeir af ættgöfgi sinni, að áliti prófessors Ólafs LáruS'
sonar, en ekki af starfi sínu sem hofprestar. Sennilega hafa
þessir menn, sem áttu til höfðingja að telja, notið o16111
fræðslu og betra uppeldis en flestir aðrir, og verið þess vegua
öðrum færari til þess að gegna vandasömum störfum, en^a
aldir upp við það að heyra sífelt talað um landsmál og tends
stjórn. Það hafði því sína kosti er goðorð gekk að erfðuiU;
þó það gæti og viljað til að ættinni hnignaði, sonurinn Vr^
ættleri og illa fallinn til þess að fara með völd. Annars er
það augljóst, að þessir fornu höfðingjar voru vandir að virð
ingu sinni og nutu mikils álits, því enn lifir sú merkinS 1
orðinu »höfðinglegur« að eitthvað sé bæði rausnarlegt °S
1) Þeim, sem vilja kynnast þessu skipulagi, má vísa á þessi
Kontad Maurer: Upphaf allsherjarríkis á íslandi. Rvik 1882.
Vilhjálmur Finsen: Om den oprindelige ordning af nogle af den is<sn__________
fristats institutioner. Kbh. 1888. — Jón Aðils, próf.: Gullöld íslending3-^
Ólafur Lárusson, próf.: Stjórnarskipun og lög. Þjóðræknrstímarit, XI- ar
1930.