Eimreiðin - 01.04.1934, Qupperneq 57
E'MREIÐIN
Ferð um Island.
^aldemar Erlendsson.
[Höfundur þessarar greinar er íslendingur-
inn Valdemar Erlendsson, sem um langt skei&
hefur verið læknir í Friðrikshöfn á Jótlandi,
og er það enn. Eldri lesendum Eimreiðarinnar
er hann kunnur af ritgerðum, sem birtust eftir
hann í Eimreiðinni á Hafnarárum hennar. Meðal
annars ritaði hann í Eimreiðina 1912 grein um
krabbamein, sem mun vera eitt með því fyrsta,
sem birzt hefur í íslenzkum tímaritum um þenna
sjúkdóm. Um ameríska Nóbels-verðlauna-
lækninn Alexis Carrel ritaði hann og grein í
Eimreiðina 1913, Smávegis frá sviði læknis-
fræðinnar í Eimreiðina 1914, o. s. frv. —
Höfundur lætur þess getið að grein þessi sé
^huganir og minningar frá ferðinni til ísiands 1933, til orðin f fögnuð-
'num yfir því að sjá ættlandið aftur, eftir hina löngu fjarveru. Hann
e'ur. eins og fleiri, mikla trú á því, að með tímanum verði ísland
J>ö9 fjölsótt ferðamannaland. — Myndirnar, sem fylgja greininni og
estar eru teknar af konu höf., frú Grete Erlendsson, eru allar frá
er5alaginu sumarið 1933. Ritstj.].
Motto: »Fornar eru’ ei dísir dauöar,
dvín ei minnis trygö*.
^erð mín um ísland sumarið 1933, eftir 31 árs dvöl í út-
°ndum (Danmörku), vakti svo margar íhuganir hjá mér og
nndrun yfir þeim miklu breytingum og framförum, sem orðið
a‘a í landinu á síðasta mannsaldri, að ég finn köllun hjá mér
^ að láta þær í ljós.
]ón Ólafsson hélt því fram um aldamótin, að íslandi væri
hrörna, að það væri að blása upp, Ég komst að gagn-
s*®ðri niðurstöðu á ferðalagi mínu. ísland er að batna, það
er að blómgast og grænka meira og meira. Ekkert gladdi
^'9 meira á öllu ferðalaginu en að sannfærast um þetta.
Þó hafði ég yfir mörgu öðru að gleðjast. Allir, frændur,
uðningjar og mér áður ókunnugt fólk, sýndu fjölskyldu minni
°9 mér alla vinsemd og hjálpfýsi. Allir tóku á móti okkur
gleðibragði og ánægjusvip. Enn eru íslendingar sjálfsagt
9estrisnasta þjóðin í heimi. Bæði á hótelum í bæjunum og í