Eimreiðin - 01.04.1934, Page 58
154 FERÐ UM ÍSLAND eimREIÐIN
gistihúsum úfi
um land var öll
umgengni kurt-
eisleg og Ijúf'
Gististaðirnir
erualstaðargóö'
ir og allurmatur
vel tilbúinn, a^
minsta kosti þar
sem við komum.
svo sem á Foss-
hól, Blönduósi.
í Fornahvammi, Reykholti og víðar. Máske væri þó haegt a^
finna það að rúmunum, að þau eru sumstaðar nokkuð stuft
og hörð að hvíla í. En svo verður að gæta að því, að aHur
beini er ódýr, þar sem ágætur kvöldverður, sæng og morguu-
verður kostar aðeins 6—7 krónur. Þetta er væg borguu.
þegar tekið er tillit til þess, hversu mikið íslenzka krónan er
fallin í verði, eins og peningar nágrannaþjóðanna yfirleitt.
Þessir góðu veitinga- og gististaðir, og svo bílvegirnir ú*
um alt land, voru fyrstu stór-
kostlegu framfarirnar, sem ég
tók eftir. Þótt vegirnir séu
slæmir sumstaðar, bæði brattir,
hlykkjóttir og mjóir, þá eru
þeir þó færir, einkum þegar
öruggur, íslenzkur bílstjóri
situr við stýrið. Leiðina frá
Norður-Þingeyjarsýslu og til
Reykjavíkur er nú hægt að
fara á tveimur dögum. Fyrir
33 árum vorum við skóla-
piltar 9 daga á þessari ferð á
hestbaki. Það er ótrúlegt að
svo miklu skuli hafa orðið
áorkað á skömmum tíma, eink-
um þegar gætt er að lands-
laginu. Vegina varð að leggja
Qamla brúin yfir Skjálfandaflió’
Heiðavegur.