Eimreiðin - 01.04.1934, Page 75
E'MRE1ÐIN maðurinn FRÁ SAN FRANCISCO 171
lét velurinn aftur á sér bera. Stórar, hvítfyssandi öldur, glitr-
ar,di eins og páfuglastél, risu undan landnyrðingnum og eltu
sk'Pið með ærslum og fjöri, í blikandi sólskini, frá heiðskír-
U!T1 himni. Daginn eftir dró fölva á himin og sjóndeildar-
kr>ngurinn dökknaði. Land var fyrir stafni. Fyrst sást Iscia,
^-aPri og síðan sjálf Neapel í kíkinum, líkast eins og sykur-
tt'olar á víð og dreif um brúnlitan bakka, en að baki langt í
^iarska sáust snævi þakin fjöll. Þilförin voru krök af fólki.
^argt af því hafði farið í léttar loðkraga-kápur. Hljóðlátir
^ínverskir þjónustudrengir, hjólfættir, með biksvartar hárflétfur
a kæla niður og þykkar kvenlegar augabrúnir, læddust hóg-
Værlega fram og aftur og upp stigana með ábreiður, göngu-
stafi. ferðakoffort og handtöskur úr krókódílaleðri — og töl-
uðti aldrei nema í hvíslingum. Dóttir mannsins frá San Fran-
C|sco stóð við hliðina á prinsinum, en sú hamingja hafði fall-
lð henni í skaut, að hann hafði verið kyntur henni kvöldið
áður- Hún virtist beina sjónum sínum út í fjarskann, að ein-
kverju sem hann var að benda henni á og skýra fyrir henni
1 lágum hljóðum. Vegna þess hve hann var smár vexti, leit
kann út eins og drengur við hliðina á hinu fólkinu. Hann var
engan veginn laglegur, en miklu fremur skringilegur þar sem
kann stóð þarna með gleraugun á nefinu, í enskum yfir-
trakka með kollhatt á höfði, og yfirvarabroddana, likasta
nrosshári, út í loftið, en dökkur andlitsbjórinn eins og strengd-
Ur Vfir ásjónuna, sem var lítilsháttar förðuð. En stúlkan hlust-
að' á hann og var í svo mikilli geðshræringu, að hún vissi
®kki hvað hann sagði. Hjarta hennar barðist með ótrúlegum
raða hans vegna, af því hann stóð við hlið hennar og tal-
að' við hana, — hana eina. Hann var svo einkennilegur, alt
dðru visi en aðrir, hendurnar, þurrar og þeldökkar, hörundið
ln9ert, hið forna höfðingjablóð í æðunum, Evrópubúningurinn
atIaus, en svo smekklegur og viðfeldinn, einhver ósegjanleg-
Ur töfraljómi um manninn allan, sem til þess gerður að hrífa
Un9a stúlku. Maðurinn frá San Francisco, sem hafði sett upp
s>lkihatt og klæðst gráum legghlífum utan yfir gljáleðurstíg-
Uet'n. gaf hinsvegar fegurðardrottningunni frægu hýrt auga.
essi hávaxna, ljóshærða, dásamlega kona stóð rétt hjá hon-
Utn- Hún hafði málaðar augabrúnir eftir nýjustu Parísartízku,