Eimreiðin - 01.04.1934, Page 81
e‘Mreiðin maðurinn frá san francisco
177
®ms og vant var þegar skipið kom. Á litla torginu við spor-
rautarstöðina uppi á hæðinni stóð heill hópur af mönnum,
Setn höfðu það sérstaka hlutverk að taka með viðeigandi vel-
e®mi á móti farangri mannsins frá San Francisco. Fleiri að-
«omumenn voru þarna, en ekki sá slægur í þeim, að það
^®ki því að gefa þeim nokkurn gaum. Þar á meðal voru
n°kkrir Rússar, sem sezt höfðu að á Capri, óhreinir og utan
v’ð sig af lærdómi og heilabrotum, skeggjaðir, með gleraugu
°9 höfðu brett kragana á þykku ullarfrökkunum upp fyrir eyru.
arna var líka hópur af leggjalöngum og hálslöngum, hnatt-
öfðuðum þýzkum unglingum í þjóðbúningi Týrólbúa. Þeir
v°ru með malpoka á bakinu, þurftu engrar hjálpar með, en
v°ru alstaðar eins og heima hjá sér og harla sparir á aurana.
^aðurinn frá San Francisco blandaði sér og sínu fólki í
Vorugan þessara flokka, enda þektist hann þegar í stað.
m°num var strax ásamt konunum hjálpað út úr vagninum.
^fenn hlupu á undan honum til að sýna honum leiðina, og
ann lagði af stað með hóp á hælunum af strákum og sterk-
^Vgðum Capri-konum, sem bera farangur heldri ferðamanna
a höfðinu. Leiðin Iá yfir torgið, sem leit út eins og svið í
s°ngleikhúsi í birtunni frá rafljósa-kúlunni, er hékk hátt
°Ppi og bærðist í svölum blænum. Það glumdi í tréklossum
kvennanna, sem báru farangurinn, og brátt tóku strákarnir
fð blístra fyrir manninn frá San Francisco og steypa kollhnís
' taing um hann, þar sem hann gekk eins og eftir leiksviði,
ram hjá húsaþyrpingu og um bogagöng inn á snotra flöt,
ram hjá pálmatrjám, sem gnæfðu upp yfir flöt húsaþökin til
Vlnstri handar, og áfram upp eftir í áttina til uppljómaðs and-
Vris gistihússins, en yfir öllu saman skinu stjörnurnar á dimm-
•áutti himni . . . Og það var alveg eins og litla borgin
Parna í næturdögginni á klettaeynni í Miðjarðarhafinu hefði
Vaknað af kvöldblundi sínum að eins til þess að sýna ferða-
°lkinu frá San Francisco lotningu, og að koma þess hefði
M gestgjafann fögnuði og ástúð, og að kínverska trumban
efði verið að bíða, til þess að kveða við svo glumdi í öllu
Usinu, rétt á því augnabliki, sem fólkið frá San Francisco
sté Vfir þrepskjöldinn.
^aðurinn frá San Francisco hrökk við þegar hann sá gest-
12