Eimreiðin - 01.04.1934, Síða 106
202 SKUTULVEIÐIN GAMLA eimREIÐIN
nefnt að standa hátt. Stundum kemur það fyrir að selir standa
í hnút, þannig að þeir hleypa spik-kúlu fram á höfuðið. Er
það þá kaliað að þeir standi í klukku, af því þeir þá líkjasi
helzt kirkjuklukku á hvolfi, og eru það einkum bilaðir selir
(af skoti) er þannig haga sér; og er þá oftast auðvelt a5
komast að þeim til að reka skutul í þá. Standi óbilaður selur
í klukku, eða líkt því, en líti annað slagið í kringum sig, er
sagt hann móki, en líti hann aldrei upp eða í kringum siS>
telja menn að hann sofi, og er þá nálega ávalt hægt að koma
skoti á hann, en þó því aðeins að farið sé sem hljóðlegasf
að honum.
Oft hafa selir það lag, er þeir eru uppi, að þeir dýfa ser
sem allra snöggvast undir yfirborðið, en koma óðara upP
aftur, og er þá sagt að selurinn taki á sig kápur, en ef fl)’^'
andi selur snýr upp á hálsinn og lyftir höfðinu upp úr sjoU'
um, er sagt að hann rísi eða reisi sig.
Þegar selurinn flýtur, þ. e. liggur á bakinu í sjónum, er
langbezt að komast að honum, og þá liggur hann einnig bez*
við skutli, sem er kastað í hann; er þá stærri blettur að
hitta, og fljótandi selur tekur betur á móti höggi frá kast'
stöng en selur, er stendur. Hann veitir hættunni langtu01
minni eftirtekt en standandi selur, af þeirri einföldu ástaeða
að augu hans vita niður í sjóinn og eru undir yfirborðim*'
en standandi selur, sem sér alt í kring um sig, tekur ve
eftir hverri snöggri hreyfingu í bátnum, álítur hana haettu-
merki, verður hræddur og fer óðara í kaf. Af þessum ásts^"
um sóttust skutlararnir gömlu eftir að komast að fljótandi
selum, ýmist einstökum eða fleiri saman — því það kenu>r
oft fyrir að allir selirnir í kjóru, sem fer hægt yfir, fljóti oS
líti aldrei upp. — Ef fleiri en einn selur var í boði — Þ- e'
í færi — var ætíð skutlaður álitlegasti selurinn. Var jafnve
talið að æfðustu skutlararnir veldu ávalt vænsta selinn ur
hverri vöðu, sem þeir komust í skutulfæri við, en tvísýnt er
að það sé rétt hermt, En hitt er auðskilið hverjum mannn
sem nokkuð þekkir til litarháttar vöðuselsins, að auðvelt er
vönum manni að greina eldri selinn frá þeim yngri, en eldri
selirnir eru jafnaðarlegast betri fengur en hinir; því hafa menn
sókzt meira eftir að ná þeim. Á stuttu færi má líka nokku