Eimreiðin - 01.04.1934, Síða 110
206
SKUTULVEIÐIN GAMLA
EIMREI£>iN
norður með Tjörnesinu heim að ísólfsstöðum. Á leið þessari
allri sáu þeir fjóra seli — og komu með þá alla heim
kvöldið. Þá hefur hvorki skeikað skoti eða skutli.
Hér hefur verið farið sem styzt yfir sögu. — Margt fleira
mastti skrá um þetta efni, einkum ef selveiðum Islendmð3
að fornu og nýju væri lýst nákvæmlega. í þessu sambandi
má benda á, að nótaveiðin á sína sér-sögu, og sama má nð
nokkru leyti segja um skot-veiði íshafsselsins hér á Norðnr'
landi nú í seinni tíð En með íshafssel á ég við, auk vöðn-
selsins, blöðruselinn, kampinn og hringanórann, en allar
þessar selategundir koma hingað til landsins meira og minna
á hverjum vetri og vori. Þó sézt nú á síðari árum n11111
minna af kampasel og blöðrusel en áður, og jafnframt verður
allur þessi selur styggari með hverjum áratug sem líður, °S
finn ég mikinn mun á þessu frá því sem var fyrir 40 árum-
Valda því óefað íshafsveiðar Norðmanna; en gæfustu og rn'
legustu selirnir munu þar drepnir langtum meira en himr
styggari eða varfærnari; auka hinir síðarnefndu því kyn sitt
langtum meir en hinir; en þessir eiginleikar munu arfgen9irf
eins hjá selnum, sem öðrum dýrum.
Að lokum vil ég votta öllum þeim, er hafa stutt mið a^
einhverju leyti við samningu þessarar greinar, beztu þakkm
mínar. Björn Guðmundsson■
Ylur í blænum.
Það er ylur í austanblænum
og ilmur í skógi grænum
og eitthvað, sem boðar æfintýr,
yfir öldunum fram á sænum.
En seiðandi glampi á sundum
er samofinn bjarma á grundum,
og sólálfar mála úr geislum glit
á grænkandi blöð í lundum.
Það er gleði í bylgjum bláuw.
sem brotna á klettum gráum.
— En kitlandi stefja unaðsóm
vér æskumennirnir þráum.
Ég dái söngvanna seiða
við sæinn og fram fil heiða
og tigna hinn ögrandi ölduslát*
og ilmblæ laufgaðra meiða.
Ragnar Jóhanncsson■