Eimreiðin - 01.04.1934, Page 118
214 í HJARTA BRETLANDS eimREIÐIN
sem kunnur er fyrir það hve vandlátur hann sé og hefur oft
tapað á því að taka góð leikrit eftir lítt þekta höfunda, þarf
ekki að kvarta undan kreppunni upp á síðkastið. A hverju
kvöldi logar nafnið Elisabeth Bergner með ljósstöfum yf'r
dyrum leikhússins og dregur að sér leikhúsgesti, svo að slíks
eru varla dæmi áður í Shaftesbury Avenue, þessu mesta
leikhúsastræti borgarinnar. Elisabeth Bergner hefur fylt leik-
húsið í allan vetur og vor — og mun vafalaust gera það
lengi enn, ef hún heldur út að leika. Eitt kvöldið, þegar
leikurinn stóð sem hæst, leið yfir hana af ofþreytu — °S
læknar ráðlögðu henni að taka sér hvíld. En hún hefur ekki
sint því — og heldur áfram. Þessi veikbygða kona er gaedd
náðargáfu listarinnar. Með henni nær hún inn að hjartarótum
áhorfendanna. Það sem stórborgin með öllu skrauti sínu
megnar ef til vill ekki að gera, það megnar þessi kona '
hlutverki flökkumærinnar, sem berst við örbirgð sína og eW'
stæðingsskap, fyrir lífi barnsins síns og um ást mannsins, seW
hún elskar. Elisabeth Bergner hrífur, og það er ljómi yf'r
list hennar. Eg óskaði þess þetta kvöld, að hún væri að leika
þarna í hlutverki Höllu í Fjalla-Eyvindi eða Steinunnar '
Galdra-Lofti. Bæði þau leikrit standa þessum enska leik
framar og mundu vafalaust auka hróður íslands, ef þau vasru
sýnd á Ieikhúsum stórborganna, á réttan hátt, meira en orðið
er. Leikhússtjórarnir þekkja hvorki þau né önnur íslenzk
leikrit. Það þarf að leggja þeim þau upp í hendurnar. E°
ein ný sönnun hefur birzt fyrir yfirburðum andans, því gV^'
ingastúlkan á Apollo-leikhúsinu hefur með náðargáfu sinW
hrifið hug ferðamannsins meira en allur ytri glæsileiki hinnar
voldugu höfuðborgar í ríki Bretans.
7l6 ’34
Sveinn Sigurðsson.