Eimreiðin - 01.04.1934, Page 119
CiMReiðin
Á Dælamýrum.
Þættir úr dagbók Bjarna Sveinssonar.
II. Við Stöðlatjörn.
Eitt laugardagskvöld kom Svallaug upp eftir á skíðum.
í*ún var frísk og rjóð og heit af æsku og erfiði, því hlíð-
arnar voru langar og brattar. Hún hóaði hátt og glaðlega
°9 veifaði til okkar hendinni, er hún kom upp á ásinn, þar
®°m fyrst sást niður á Dælamýrar, þegar komið var að heiman.
9 óðar en varði var hún komin til okkar, því skíðafærið
Var framúrskarandi. Og Svallaug var snillingur á skíðum. —
Svallaug var prýðilegasta stúlka á allan hátt. Ekki eigin-
e9a fríð, en glaðvær og ræðin, hreinskilin og hispurslaus,
l0ru9 og frjálsmannleg í fasi og svo blessunarlega laus við
|an tepruskap. En hún var stolt eins og drotning, væri henni
m'sboðið á einhvern hátt. Hún var átján ára gömul, hafði
Uo*'ð gagnfræðamentunar og var talsvert víðlesin. Á sumrum
,hún verið selstúlka frá fermingu. Hún var því þaul-
unnug á fjöllunum, og fjallferðir voru líf hennar og yndi.
. Við höfðum kynst um haustið, er ég var nýkominn í sveiÞ
jj13- Dvaldi ég þá liðugan tveggja mánaða tíma hjá foreldrum
ennar og dundaði við ýmislegt, meðan ég beið eftir skógar-
V'nnunni, sem byrjaði ekki fyr en eftir hátíðir. Við Svallaug
Vrðutn góðir kunningjar og skemtum okkur oft við að spjalla
aanian um alla heima og geima. Hún var þyrst í allskonar
°öleik. Við höfðum einnig farið nokkrar skíðaferðir saman
Um iólaleytið. Og þá varð það aftalað okkar á milli að fara
einhverntíma upp að Stöðlatjörn, eitthvert laugardagskvöld,
°9 gista þar. —
°g nú vissi ég þegar, að hún var komin í þeim erindum. —
^vallaug smeygði af sér bakpokanum, spretti af sér skíð-
um og fleygði sér niður í snjóinn undir kofaveggnum. Við
oum allir úti og vorum rétt nýkomnir úr vinnu.
*Heyrðu, Sveinsson*, segir hún fjörlega, »nú er ekki til