Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 39
eimreiðin
ÍSLAND 1940
25
700 000 kr. — Á Dalvík var unnið að hafnar- og bryggjugerð.
á Raufarhöfn var unnið að dýpkun hafnarinnar og byggðar
löndunarbryggjur fyrir síld. I Þorlákshöfn var unnið að
bryggjugerð í Suðurvör. Er bryggjan jafnfranit byrjun að öldu-
brjót. í Keflavík var gerð bátabryggja úr höggnum grásteini
°g lengd bryggja í Vogavík.
Vitabyggingar. Byggðir vitar á Rauðanesi í Borgarfirði
vestra og á Straumnesi við Fljótavík við Skagafjörð. Vitinn
a Kálfshamarsnesi endurbyggður, ljóstækin þó ókomin.
Simakcrfið. Aukning þess var með minna móti vegna efnis-
skorts. Þó voru nýjar línur lagðar í Landeyjum og á Tjörnesi
°g talsímar til nær 40 sveitabæja úti um land. Landssíminn
mnlimaði og endurbyggði einkasímakerfi í Mýrdal með 30
sveitasimum og 10 kauptúnssímum og sömuleiðis annað í
Borgarfirði með 11 símum. Alls eru nú símar komnir á nær
1200 sveitabæi á landinu (af nál. 6000). — Lokið var við
stækkun sjálfvirku talsímastöðvarinnar í Reykjavík, og hefur
talsímum í Reykjavík og í Hafnarfirði fjölgað um 550 á árinu,
1 öðrum kauptúnum um 110 og á sveitabæjum um 40. Tal-
siniar eru nú á landinu um 9300. í helztu götur miðbæjar
Reykjavíkur voru gerðar steinsteyptar rennur fyrir síma-
strengi fyrir um 120 000 kr. Sjóðir pósts og síma keyptu
uþp eftirstöðvar af sænska láninu frá 1930 til sjálfvirku
stöðvanna í Reykjavík og Hafnarfirði, er nú námu um 630
þús. íslenzkar krónur. — Tala loftskeytastöðva og talstöðva
1 bátum og skipum og afskekktum bæjum er nú orðin um 730
°g fjölgaði á árinu um nær 60.
Að hitaveitu Regkjavikur var unnið allmikið á árinu, og
kom skip með nokkuð af efni til hennar í febrúar. Annað
skip var búið til ferðar frá Kaupmannahöfn 10. apríl, þegar
Danmörk var hernumin, og tepptist það, og hefur ekkert efni
fengizt síðan. Voru aðallega steyptar rennur fyrir hitavatns-
pipur og byrjað á að steypa hitavatnsgeymana á Öskjuhlíð-
inni, áður en verkið stöðvaðist.
Stjórn og löggjöf. Á stjórnarsamvinnunni, er sagt var frá í
í fyrra árs yfirliti, varð engin breyting árið 1940. Eftir her-
nám Danmerkur 10. apríl, sem sleit öllum samgöngum milli
íslands og Danmerkur, fól Alþingi landsstjórninni meðferð